Kosningaleiðarvísir Lífsins fyrir þá sem er slétt sama um stjórnmál Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. október 2016 08:00 Það er komið að kosningum að nú þarf að velja. Vísir/Getty Nú er komið að því – kosningadagur. Þó eru ekki allir með á nótunum hvað kjósa skuli og ekki er þetta endalausa kvabb í fjölmiðlum um tölur og prósentur og loforð sem standast ekki neitt að hjálpa mikið. Hjá sumum blandast öll þessi pólitík saman og verður að stanslausu suði sem þagnar ekki fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Engar áhyggjur. Við hjá Lífinu höfum rannsakað málið, tekið allar prósentur og flóknar pólitískar afstöður og kastað þeim og birtum hér auðskiljanlegan kosningaleiðarvísi fyrir fólk sem hefur engan áhuga á stjórnmálum.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, ásamt Rassa Prump í auglýsingu flokksins sem VG fjarlægði þar sem mögulega var um brot á áfengislögum að ræða.Vinstri græn Einkar þægilegur flokkur – í nafni hans kemur strax ýmsilegt fram sem hægt er að byggja á. Greinilega um vinstri flokk að ræða og hann er grænn – þar er líklega um einhverskonar umhverfisstefnu að ræða, en við getum þó ekki verið alveg viss. Vinstri græn lofa því í myndböndum að þau ætli að bjóða upp á kokteila, mögulega blanda þá fyrir landsmenn. Eins ætlar flokkurinn að afhausa að minnsta kosti eitt hross í nafni listarinnar og blóð þess þá líklega notað til að rita upp stefnu flokksins, en eins og flestir vita er það að rita í blóð mjög sterkt og kemur skilaboðum á framfæri.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig vel í að einfalda hlutina fyrir okkur, Bjarni Ben (formaður flokksins – einskonar yfirmaður í flokknum) bakaði flotta köku og gengur iðulega með bindi. Blár er litur flokksins og er það mjög róandi litur en þó með snert af ákveðinni depurð, gæti vísað til einhverskonar tvíhyggju innan flokksins en allir sem Lífið spurði neituðu að svara öllum spurningum um þetta mál. Eftir að hafa lesið umræðuna á internetinu með mismiklum áhuga skilst okkur að flokkurinn ætli að bjóða upp á ódýrar ferðir til Panama. Einnig lofar flokkurinn að Garðabær verði höfuðborg landsins, líklega yrði þá Alþingi flutt á Garðatorg, jafnvel Alþingishúsið í heild sinni. Sjálfstæðisflokkurinn, eða Sjallaflokkurinn eins og okkur sýnist unga fólkið kalla hann hefur það líka á sinni stefnuskrá að fella niður tolla á jakkaföt og róttæki armur flokksins vill ganga svo langt að gera aðsniðin jakkaföt að þjóðbúningi Íslands.Árni Páll Árnason í nýlegri auglýsingu Samfylkingarinnar þar sem tungumálið er króatíska.Samfylkingin Samfylkingin er ákaflega vinalegur og jákvæður flokkur sem vill gefa öllum tækifæri og í versta falli er fólk bara „fínt þegar maður er einn með þeim“ í Samfylkingunni. Sé flokkurinn litgreindur kemur þó mögulega dekkri mynd í ljós en rauður er þeirra einkennislitur – litur REIÐINNAR. Samfylkingin hefur lofað því að ef flokkurinn verði kosinn munu þingmenn hans gefa sér góðan tíma í að taka rúnt á bæði Twitter og Facebook og hrósa fólki þar. Einnig hefur Samfylkingin lofa því að klappa hundum og köttum á ferðum sínum um bæinn.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru á meðal frambjóðenda í nýja framboðinu þar sem bæði má finna nýja og gamla stjórnmálamenn.Viðreisn Í Viðreisn er fólk úr Sjálfstæðisflokknum sem býr ekki í Garðabæ og finnst Ísbúð Vesturbæjar gera besta ísinn skilst okkur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að fara í staffaferð til Cancun en allir sem fóru svo síðar í Viðreisn vildu frekar fara til Bene (Benedorm, sko). Viðreisn er alltaf að kasta pílu í mynd af Bjarna Ben og lofa að roasta hann á Café Rosenberg eins og var gert við Hugleik. Þau vilja líka að Benedorm sé gerður að opinberum sumarleyfisstað á Íslandi.Ætla má að Píratar hafi sent þúsundum hóp-sms í gær til að minna á kosningarnar í dag.vísir/garðarPíratar Píratar eru ekki sjóræningjar, enda er sjórán ekki stundað við strendur Íslands. Allir í Pírötum eru góðir á tölvur og hafa kannski, eða kannski ekki sótt að minnsta kosti einn torrent af Deildu. Fjólublár er litur flokksins sem við áttum okkur ekki á hérna á greiningardeild Lífsins en mögulega er það vísun í Prince sem lést á árinu (RIP). Annars berst flokkurinn fyrir því að kvikmyndin Hackers verði tekin mjög alvarlega og að það verði sett í stjórnarskránna að fyrsta Matrix myndin sé sú eina góða í seríunni. Píratar vilja einnig breyta sjálfri stjórnarskránni í PDF skjal sem sé öllum aðgengilegt á stjornarskra.is.Sigurður Ingi Jóhannsson hefur vakið athygli, meðal annars fyrir forlátan þumalhring.vísirFramsókn Framsóknarflokkurinn kemur úr sveitinni, nánar tiltekið Skagafirði, og elskar lambakjöt, mjólk beint af spena og ferskan flór á fögru túni. Fyrrverandi formaður flokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en hann barðist hatrammlega fyrir aðskilnaði hægri og vinstri skópars á fæti og flokkurinn ákvað í framhaldinu að gera Sigurð Inga Jóhannsson að formanni. Sigurður hefur síðan átt greiða leið hingað í Lífið, aðallega vegna þess að við erum mjög upptekin af þumalhringnum hans og geggjuðum klút sem hann var einu sinni með um hálsinn. Annars er stefna flokksins sáraeinföld: ókeypis áburðarsekkur handa öllum fjölskyldum í landinu, perukökur eru bestu kökurnar og öll börn send í sveit. Síðan verður opinber megrunarkúr flokksins, Íslenski kúrinn, nýtt viðmið fyrir næringarráðgjöf á Íslandi og prentuð verða plaköt svipuð og næringarpýramídaplakötin sem allir muna eftir og hengd upp í grunnskólum landsins.Óttarr í Eurovision árið 2014 Óttar með Cristinu Scarlat frá Moldavíu og Valla Sport.Björt framtíð Í Bjartri framtíð er mikið af geggjað nettu fólki sem fór samt af einhverri ástæðu í pólitík. Aðal gaurinn hjá þeim er í hljómsveit en það hefur alltaf verið mjög töff en á sama tíma eru stjórnmál ekki töff, við svitnum. Björt framtíð hefur lagt mikla áherslu á að breyta klukkunni þannig að allir geti sofið út á morgnana. Flokkurinn hefur heimtað að hver föstudagur sé freaky Friday, að minnsta kosti á Alþingi og seinna meir má skoða það að færa út kvíarnar og hafa fleiri daga vikunnar freaky. Síðan hefur Björt framtíð stungið upp á því, óþolandi oft segja sumir, að lagið Skítapakk með hljómsveitinni Dr. Spock verði nýr þjóðsöngur Íslands. Kosningar 2016 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
Nú er komið að því – kosningadagur. Þó eru ekki allir með á nótunum hvað kjósa skuli og ekki er þetta endalausa kvabb í fjölmiðlum um tölur og prósentur og loforð sem standast ekki neitt að hjálpa mikið. Hjá sumum blandast öll þessi pólitík saman og verður að stanslausu suði sem þagnar ekki fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Engar áhyggjur. Við hjá Lífinu höfum rannsakað málið, tekið allar prósentur og flóknar pólitískar afstöður og kastað þeim og birtum hér auðskiljanlegan kosningaleiðarvísi fyrir fólk sem hefur engan áhuga á stjórnmálum.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, ásamt Rassa Prump í auglýsingu flokksins sem VG fjarlægði þar sem mögulega var um brot á áfengislögum að ræða.Vinstri græn Einkar þægilegur flokkur – í nafni hans kemur strax ýmsilegt fram sem hægt er að byggja á. Greinilega um vinstri flokk að ræða og hann er grænn – þar er líklega um einhverskonar umhverfisstefnu að ræða, en við getum þó ekki verið alveg viss. Vinstri græn lofa því í myndböndum að þau ætli að bjóða upp á kokteila, mögulega blanda þá fyrir landsmenn. Eins ætlar flokkurinn að afhausa að minnsta kosti eitt hross í nafni listarinnar og blóð þess þá líklega notað til að rita upp stefnu flokksins, en eins og flestir vita er það að rita í blóð mjög sterkt og kemur skilaboðum á framfæri.Bjarni Benediktsson, formaður Sjálftæðisflokksins, við kökuskreytingar.SjálfstæðisflokkurinnSjálfstæðisflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig vel í að einfalda hlutina fyrir okkur, Bjarni Ben (formaður flokksins – einskonar yfirmaður í flokknum) bakaði flotta köku og gengur iðulega með bindi. Blár er litur flokksins og er það mjög róandi litur en þó með snert af ákveðinni depurð, gæti vísað til einhverskonar tvíhyggju innan flokksins en allir sem Lífið spurði neituðu að svara öllum spurningum um þetta mál. Eftir að hafa lesið umræðuna á internetinu með mismiklum áhuga skilst okkur að flokkurinn ætli að bjóða upp á ódýrar ferðir til Panama. Einnig lofar flokkurinn að Garðabær verði höfuðborg landsins, líklega yrði þá Alþingi flutt á Garðatorg, jafnvel Alþingishúsið í heild sinni. Sjálfstæðisflokkurinn, eða Sjallaflokkurinn eins og okkur sýnist unga fólkið kalla hann hefur það líka á sinni stefnuskrá að fella niður tolla á jakkaföt og róttæki armur flokksins vill ganga svo langt að gera aðsniðin jakkaföt að þjóðbúningi Íslands.Árni Páll Árnason í nýlegri auglýsingu Samfylkingarinnar þar sem tungumálið er króatíska.Samfylkingin Samfylkingin er ákaflega vinalegur og jákvæður flokkur sem vill gefa öllum tækifæri og í versta falli er fólk bara „fínt þegar maður er einn með þeim“ í Samfylkingunni. Sé flokkurinn litgreindur kemur þó mögulega dekkri mynd í ljós en rauður er þeirra einkennislitur – litur REIÐINNAR. Samfylkingin hefur lofað því að ef flokkurinn verði kosinn munu þingmenn hans gefa sér góðan tíma í að taka rúnt á bæði Twitter og Facebook og hrósa fólki þar. Einnig hefur Samfylkingin lofa því að klappa hundum og köttum á ferðum sínum um bæinn.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eru á meðal frambjóðenda í nýja framboðinu þar sem bæði má finna nýja og gamla stjórnmálamenn.Viðreisn Í Viðreisn er fólk úr Sjálfstæðisflokknum sem býr ekki í Garðabæ og finnst Ísbúð Vesturbæjar gera besta ísinn skilst okkur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að fara í staffaferð til Cancun en allir sem fóru svo síðar í Viðreisn vildu frekar fara til Bene (Benedorm, sko). Viðreisn er alltaf að kasta pílu í mynd af Bjarna Ben og lofa að roasta hann á Café Rosenberg eins og var gert við Hugleik. Þau vilja líka að Benedorm sé gerður að opinberum sumarleyfisstað á Íslandi.Ætla má að Píratar hafi sent þúsundum hóp-sms í gær til að minna á kosningarnar í dag.vísir/garðarPíratar Píratar eru ekki sjóræningjar, enda er sjórán ekki stundað við strendur Íslands. Allir í Pírötum eru góðir á tölvur og hafa kannski, eða kannski ekki sótt að minnsta kosti einn torrent af Deildu. Fjólublár er litur flokksins sem við áttum okkur ekki á hérna á greiningardeild Lífsins en mögulega er það vísun í Prince sem lést á árinu (RIP). Annars berst flokkurinn fyrir því að kvikmyndin Hackers verði tekin mjög alvarlega og að það verði sett í stjórnarskránna að fyrsta Matrix myndin sé sú eina góða í seríunni. Píratar vilja einnig breyta sjálfri stjórnarskránni í PDF skjal sem sé öllum aðgengilegt á stjornarskra.is.Sigurður Ingi Jóhannsson hefur vakið athygli, meðal annars fyrir forlátan þumalhring.vísirFramsókn Framsóknarflokkurinn kemur úr sveitinni, nánar tiltekið Skagafirði, og elskar lambakjöt, mjólk beint af spena og ferskan flór á fögru túni. Fyrrverandi formaður flokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en hann barðist hatrammlega fyrir aðskilnaði hægri og vinstri skópars á fæti og flokkurinn ákvað í framhaldinu að gera Sigurð Inga Jóhannsson að formanni. Sigurður hefur síðan átt greiða leið hingað í Lífið, aðallega vegna þess að við erum mjög upptekin af þumalhringnum hans og geggjuðum klút sem hann var einu sinni með um hálsinn. Annars er stefna flokksins sáraeinföld: ókeypis áburðarsekkur handa öllum fjölskyldum í landinu, perukökur eru bestu kökurnar og öll börn send í sveit. Síðan verður opinber megrunarkúr flokksins, Íslenski kúrinn, nýtt viðmið fyrir næringarráðgjöf á Íslandi og prentuð verða plaköt svipuð og næringarpýramídaplakötin sem allir muna eftir og hengd upp í grunnskólum landsins.Óttarr í Eurovision árið 2014 Óttar með Cristinu Scarlat frá Moldavíu og Valla Sport.Björt framtíð Í Bjartri framtíð er mikið af geggjað nettu fólki sem fór samt af einhverri ástæðu í pólitík. Aðal gaurinn hjá þeim er í hljómsveit en það hefur alltaf verið mjög töff en á sama tíma eru stjórnmál ekki töff, við svitnum. Björt framtíð hefur lagt mikla áherslu á að breyta klukkunni þannig að allir geti sofið út á morgnana. Flokkurinn hefur heimtað að hver föstudagur sé freaky Friday, að minnsta kosti á Alþingi og seinna meir má skoða það að færa út kvíarnar og hafa fleiri daga vikunnar freaky. Síðan hefur Björt framtíð stungið upp á því, óþolandi oft segja sumir, að lagið Skítapakk með hljómsveitinni Dr. Spock verði nýr þjóðsöngur Íslands.
Kosningar 2016 Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira