Gistiskýlið ekki mannsæmandi í lengri tíma Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. október 2016 20:00 Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið. Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Útlendingastofnun vinnur nú að því að opna gistiskýli fyrir hælisleitendur á Krókhálsi en metfjöldi hælisumsókna á haustmánuðum hefur haft í för með sér að húsnæðisúrræði á vegum stofnunarinnar hafa verið fullnýtt undanfarnar vikur. Öryggisgæsla verður í húsnæðinu allan sólarhringinn. Aldrei áður hafa jafnmargir sótt um vernd í einum mánuði hér á landi og í september. Umsóknir í september voru 177. Af þeim voru 65 frá Makedóníu og 49 frá Albaníu. Næstu lönd á eftir eru Georgía og Írak. Heildarfjöldi umsókna um vernd það sem af er ári eru um 570. Undanfarið hefur verið fjallað um slæmt ástand húsnæðismála hælisleitenda en af þeim 380 hælisleitendum, sem Útlendingastofnun er með í sinni þjónustu, dvelja um 140 á hótelum og gistiheimilum. Þá hafa margir neyðst til þess að sofa á göngum í húsnæði á vegum stofnunarinnar. Gistiskýlið verður móttökustaður fyrir hælisleitendur sem hingað koma án maka og barna. Gert er ráð fyrir að það muni rúma allt að 75 manns og að fyrstu hælisleitendurnir flytji inn á fimmtudaginn. „Þetta eru það margir sem eru að koma að við ráðum ekki við það. Á meðan við erum að vinna í heildarúrræðum þá brugðum við á það ráð að fá þetta starfsleyfi,“ segir Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, en stofnunin fékk ýmsar undanþágur frá þar til bærum aðilum.En er aðstaðan mannsæmandi? „Svo sem ekki til langs tíma, alls ekki. Þetta er hins vegar neyðarráðstöfun og hér er þak yfir höfuðið og hér verða rúm og sængur og matur,“ segir Kristín. Rauði krossinn hefur aðstoðað við opnunina og leggur til búnað í húsnæðið.
Tengdar fréttir Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46 Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00 Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00 Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Útlendingastofnun undirbýr opnun gistiskýlis fyrir hælisleitendur Gistiskýlið verður fyrsti móttökustaður fyrir hælisleitendur sem koma til landsins án maka og barna. 4. október 2016 16:46
Húsnæðismál hælisleitenda í ólestri: Sofa á göngum í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar Húsnæðismál hælisleitenda hér á landi eru í ólestri. Útlendingastofnun leitar nú lausna og reynir að semja við sveitarfélögin um þjónustu við hælisleitendur. Takist það ekki kemur til greina að virkja neyðarskipulag Rauða krossins og setja á fót fjöldahjálparstöð. 19. september 2016 19:00
Flóttamannabúðir gætu risið fyrir hælisleitendur sem koma hingað Nokkurs konar flóttamannabúðir gætu risið hér á landi ef stjórnvöld grípa ekki inn í. 21. september 2016 07:00
Um fjörutíu hælisleitendur bíða flutnings úr landi Um fjörutíu hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun bíða nú eftir flutningi úr landi. Flutningurinn er framkvæmdur af Ríkislögreglustjóra. Embættið leitar nú fimm hælisleitenda sem ekki hafa gefið sig fram en eiga að vera farnir úr landi. 25. september 2016 19:45