Innlent

Fylgdu leið­beiningum Goog­le Maps og óku beint út í Hraun­hafnar­á

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ferðalangarnir brostu til ljósmyndara Skessuhorns þegar hann bar að garði á föstudaginn.
Ferðalangarnir brostu til ljósmyndara Skessuhorns þegar hann bar að garði á föstudaginn. Skessuhorn/Alfons Finnsson
Fjórar kínverskar stúlkur á ferðalagi á Íslandi sluppu með skrekkinn síðastliðinn föstudag er þær lentu út í Hraunhafnará á Snæfellsnesi á bílaleigubílnum sínum. Skessuhorn greindi fyrst frá.

Bíllinn fór í loftköstum út í á en hélst á hjólunum. Til allrar mildi voru stúlkurnar allar í öryggisbeltum.

Sú sem að ók hafði fengið ökuskírteinið sitt í apríl og ekki ekið mikið síðan. Kvaðst hún hafa fylgt leiðbeiningum frá „Google Maps“ en samt endað út í ánni að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.



Hraunhafnará á Snæfellsnesi.Kort/Loftmyndir
Kínversku stúlkurnar eru langt í frá fyrstu ferðalangarnir hér á landi sem segja má að hafi treyst á Google Maps í blindni.

Nægir í því samhengi að nefna Íslandsvininn Noel, sem lenti ætlaði að gista á Hótel Frón á Laugavegi í febrúar en endaði á Siglufirði og bandaríska parið sem ætlaði í Þórsmörk en endaði í Borgarfirði, en lesa má um þau hér að neðan.


Tengdar fréttir

Noel villtist enn og aftur

Heimspressan á hælum hins unga bandaríska ferðalangs sem hefur vart haft undan að veita viðtöl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×