Þessi þykja líklegust til að hljóta friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 4. október 2016 15:15 Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Vísir/AFP Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011. Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin mun tilkynna um það hver eða hverjir hljóta friðarverðlaun Nóbels fyrir árið 2016 á föstudaginn. Aldrei hafa fleiri verið tilnefndir en þegar frestur rann út í febrúar höfðu 376 tilnefningar borist – 228 einstaklingar og 148 stofnanir. Dagana og vikurnar fyrir fréttamannafund nefndarinnar er jafnan mikið skrafað um hver muni hreppa hnossið og er árið í ár engin undantekning.Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, takast í hendur.Vísir/AFPFlestir voru á þeirri skoðun að Juan Manuel Santos, forseti Kólumbíu, og Timoleón „Timochenko“ Jiménez, leiðtogi uppreisnarhópsins FARC, yrðu fyrir valinu að þessu sinni eftir undirritun friðarsamkomulagsins sem ætlað er að binda endi á blóðugar erjur sem hafa staðið í áratugi. Líkurnar hafa þó snarminnkað í kjölfar þess að Kólumbíumenn höfnuðu samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina.Edward Snowden og Kathryn Bolkovac.Vísir/AFPEdward Snowden og Kathryn BolkovacBandaríkjamaðurinn Edward Snowden er einn þeirra sem er tilnefndur. Tölvunarfræðingurinn varð heimsþekktur árið 2013 eftir að hann lak gríðarlegu magni leynilegra gagna bandarískra yfirvalda. Hann flúði síðar til Rússlands, en Bandaríkamenn hafa ákært hann fyrir njósnir og krefjast þess að hann verði framseldur. Hann var fyrst tilnefndur árið 2014. Snowden er tilnefndur ásamt hinni bandarísku Kathryn Bolkovac sem starfaði innan friðargæslusveita Sameinuðu þjóðanna í Bosníu og greindi opinberlega frá þátttöku starfsmanna Sameinuðu þjóðanna í skipulagðri glæpastarfsemi, mansali og ofbeldisverkum.Ernest Moniz og Ali Akbar.Vísir/AFPKjarnorkusamningurinn Margir vilja að samningamennirnir Ernest Moniz og Ali Akbar, sem komu að gerð kjarnorkusamnings vesturveldanna við Íran og tók gildi á síðasta ári, verði verðlaunaðir að þessu sinni. Friðarráð Noregs telur að með hinum sögulega samningi hafi tekist að varpa skýru ljósi á kjarnorkuáætlun Írans. Í skiptum hefur viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Íran verið aflétt. Þannig hefur samband Írans og Bandaríkjanna stórbatnað eftir að samkomulag náðist, eftir margra ára spennu í samskiptum.Svetlana Gannushkina.Vísir/AFPSvetlana Gannushkina Í frétt Verdens Gang segir að rússneski mannréttindafrömuðurinn Svetlana Gannushkina sé einnig talin líkleg til að hljóta verðlaunin. Hún hefur lengi unnið ötullega að því að tryggja réttindi ýmissa hópa í Rússlandi, meðal annars flóttafólks. Gannushkina hefur margoft áður verið tilnefnd.Japanska stofnunin sem ver níundu greinina Japanska stofnunin sem vinnur að því að standa vörð um níundu grein japönsku stjórnarskrárinnar þykir einnig líkleg að þessu sinni. Þessi níunda grein er einstök á heimsvísu og kveður á um að Japönum sé bannað að heyja stríð. Greinin var sett í japönsku stjórnarskrána í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar. Á síðustu árum hafa japönsk stjórnvöld tekið lítil skref í þá átt að heimila hernað erlendis, en stofnunin vinnur ötullega gegn slíkum hugmyndum.Aðrir sem eru nefndirÁ meðal annarra sem hafa verið nefndir eru Frans páfi fyrir umbótastarf sitt innan kaþólsku kirkjunnar, og kóngóski læknirinn Denis Mukwege. Þá hefur Parísarsamkomulagið einnig verið nefnt til sögunnar sem og sjálfboðaliðar á átakasvæðunum í Sýrlandi sem jafnan ganga undir nafninu „hvítu hjálmarnir“. Túníski þjóðarsamræðukvartettinn (e. Tunisian National Dialogue Quartet) hlaut Friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir framlag sitt til að koma á lýðræði í Túnis í kjölfar byltingarinnar í landinu 2011.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira