Lögreglan í París: Kim Kardashian mögulega rænd því hún flaggaði skartgripunum á samfélagsmiðlum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 22:34 Kim Kardashian West ásamt eiginmanni sínum Kanye West. vísir/afp Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Skartgripum sem raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West á eða var með í láni var mögulega rænt vegna þess að Kim flaggaði þeim á samfélagsmiðlum sínum. Þetta segir talsmaður lögreglunnar í París í samtali við AP-fréttaveituna en Kardashian dvaldi í lúxusíbúð í borginni þegar þjófar ruddust þar inn, bundu hana niður, læstu inni á baðherbergi og létu greipar sópa um íbúðina. Talið er að þeir hafi stolið skartgripum að verðmæti allt að tíu milljónum dollara en lífvörður Kardashian var ekki á staðnum þegar þjófarnir ruddust inn. Ræningjarnir eru ófundnir en samkvæmt frétt Guardian rannsakar lögreglan nú upptökur úr öryggismyndavélum. Johanna Primevert talsmaður lögreglunnar sagði að ránið væri einsdæmi í París og að mögulega hefði Kardashian ekki gætt nægilega að sér með því að sýna skartgripina á samfélagsmiðlum. Þá velti Primevert því upp að mögulega hafi öryggisgæslunni í byggingunni þar sem Kardashian dvaldi verið ábótavant. Að sögn Primevert hefur ránið ekkert með öryggið á strætum Parísar að gera þar sem þjófarnir höfðu skipulagt ránið vel og einsett sér að ræna raunveruleikastjörnuna. „Það er augljóst að þegar þú ert stjarna eins og Kim Kardashian, með meira en 48 milljón fylgjendur á Twitter... Ég held að þetta gæti alveg hafa gerst annars staðar en í París. Það var í rauninni stjarnan sem þeir voru á eftir en hún var með í fórum sínum ýmis verðmæti sem höfðu sést á samfélagsmiðlum og það var það sem þjófarnir voru á höttunum eftir,“ sagði Primevert. Þessi orð endurómaði fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld þegar hann ræddi við blaðamenn á tískusýningu Chanel í París. „Ég skil ekki hvað hún var að gera á hóteli þar sem ekki var nein öryggisgæsla og með hluti eins og þessa. Ef þú ert fræg og þú birtir myndir af öllum skartgripunum þínum á netinu þá ferðu á hótel þar sem enginn getur komið nálægt herberginu þínu. Þú getur ekki sýnt auð þinn opinberlega og svo verið hissa á að fólk vilji deila honum með þér,“ sagði Lagerfeld. Síðar setti Lagerfeld svo mynd á Instagram til að sýna stuðning sinn við Kardashian. Sjálf hefur Kardashian ekkert látið heyra í sér á samfélagsmiðlum síðan ránið var framið en á meðal þess sem hún hefur birt myndir af á Instagram upp á síðkastið er risastór demantshringur sem talið er fullvíst að hafi verið stolið, ýmsir skartgripir frá Lorraine Schwartz, pelsir frá Givency og barnaföt frá Roberto Cavalli. A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 29, 2016 at 12:40pm PDT A photo posted by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Sep 27, 2016 at 3:44pm PDT A day before his @chanelofficial show in Paris, @karllagerfeld has a special message for @kimkardashian: 'We are all with you.' A photo posted by V Magazine (@vmagazine) on Oct 3, 2016 at 6:56am PDT
Tengdar fréttir Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30 Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Sjá meira
Gruna að starfsmenn Kardashian hafi komið að ráninu Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian var rænd af tveimur vopnuðum mönnum í París í Frakklandi á sunnudagskvöldið. 4. október 2016 14:30