Í gær sendi hann frá sér dónalegt tíst þar sem hann sagðist vera hættur í hnefaleikum. Í gærkvöldi sagði hann svo á Twitter að þetta væri bara eitt gott grín hjá honum.
Fury átti að berjast við Wladimir Klitschko síðasta sumar en dró sig úr bardaganum vegna meiðsla. Daginn eftir lak út að hann hefði fallið á lyfjaprófi.
Gera átti aðra atlögu að bardaga á milli þeirra í lok þessa mánaðar en Fury hætti við og bar fyrir sig andlegum veikindum.
Hvað hann gerir næst veit enginn.
Hahahaha u think you will get rid of the GYPSYKING that easy!!! I'm here to stay. #TheGreatest just shows u what the Medea are like. Tut tut
— GYPSYKING, (@Tyson_Fury) October 3, 2016