Nú verður hægt að rúlla upp að Stöng í hjólastól Kristján Már Unnarsson skrifar 4. október 2016 22:00 Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Sögualdarbærinn að Stöng í Þjórsárdal er að verða aðgengilegur fólki í hjólastólum. Þetta er liður í átaki, sem nú stendur yfir, til að auðvelda ferðafólki að skoða margar af merkustu fornminjum landsins. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá framkvæmdum. Rústirnar að Stöng eru nú undir bárujárnsþaki en þær þykja gefa einhverja bestu mynd af því hvernig hýbýli fólks voru á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. Til að komast þangað hafa ferðamenn þurft að klöngrast um mjóa göngubrú yfir Rauðá en nú eru smiðir úr sveitinni að smíða nýja. „Hér er verið að byggja nýja göngubrú yfir ána hérna, leggja stíga, útsýnispall og fleira,“ segir Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Hermann Karlsson, húsasmiður hjá verktakafyrirtækinu Tré og Straumi.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Það er Minjastofnun Íslands sem stendur að verkinu en það er liður í átaki stjórnvalda til uppbyggingar á ferðamannastöðum. Af 850 milljóna króna fjárveitingu fara 106 milljónir til 17 staða sem geyma merkjar fornminjar. Stærsta hlutanum, um 30 milljónum króna, verður varið til að gera Stöng aðgengilegri fyrir ferðamenn, þar á meðal fyrir þá sem eru í hjólastólum, með breiðari og hallaminni stígum, og svo með þessari 16 metra löngu brú. Það var árið 1939 sem fornleifafræðingar grófu Stangarbæinn upp úr þykkum öskulögum en almennt hefur verið talið að Þjórsárdalur hafi meira og minna eyðst í miklu Heklugosi árið 1104, þótt byggð á einstaka bæjum kunni að hafa haldist eitthvað lengur. Þótt komið sé fram á haust segja smiðirnir okkur að enn komi töluvert af ferðamönnum að Stöng. Það séu þó aðallega útlendingar.Bárujárnsþak er yfir fornleifunum að Stöng.Stöð 2/Björn Sigurðsson.Göngubrúin mun ekki aðeins þjóna Stöng heldur gagnast einnig þeim sem vilja skoða leynda náttúruperlu skammt frá, Gjána. Þangað er um tuttugu mínútna gangur frá Stöng upp með Rauðá. „Það verður auðveldara að komast hér yfir. Nýja bílaplanið verður hér rétt við brúna. Þannig að þetta verður mikil bót,“ segir húsasmiðurinn Hermann.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00 Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Samtök atvinnulífsins leggja til frjálsa gjaldtöku á ferðamannastöðum Markmið gjaldtökunnar væri að hámarka arð af auðlindum og stýra ágangi á þær. Gjaldtaka er betri lausn en náttúrupassi eða komugjald að mati SA. 7. september 2016 07:00
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Ferðamannastaðir byggðir upp á Reykjanesi Bláa lónið og HS Orka munu leggja til samtals 20 milljónir króna á þremur árum til verkefnisins. 28. júní 2016 00:01