Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Hulda Hólmkelsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 4. október 2016 13:18 Af fundi Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/GVA Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild. Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild.
Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira