Pólitísk samstaða um þjóðaratkvæði um ESB Hulda Hólmkelsdóttir og Sæunn Gísladóttir skrifa 4. október 2016 13:18 Af fundi Samtaka iðnaðarins fyrr í dag. Vísir/GVA Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild. Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Fulltrúar sjö stærstu flokkanna sögðust á fundi Samtaka iðnaðarins í dag vera jákvæð gagnvart þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Evrópusambandinu á einhvern hátt. Á fundinum sköpuðust miklar umræður um framtíð krónunnar. Fundurinn hafði yfirskriftina Kjósum gott líf og var fulltrúum sjö stjórnmálaflokka boðið að taka þátt í pallborðsumræðum. Á fundinum voru fulltrúar flokkanna spurðir út í hugmyndir sínar um efnahagslegan stöðugleika og nefndi Össur Skarphéðinsson þá að hann teldi að langtímamarkmiðið í stöðugleika í efnahagslífinu væri að taka upp evru. Í ljósi þess voru allir fulltrúar flokkanna spurðir um afstöðu sína til áframhaldandi viðræðna við Evrópusambandið. Umræðurnar sköpuðust eftir að Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar velti upp hugmyndum um myntráð. „Við erum með lausn, ég skil ekki af hverju þessi lausn hafi ekki verið meira í umræðunni og það er myntráð. Við viljum koma á fót myntráði á Íslandi, myntráð er stærsta hagsmunamálið fyrir íslensk fyrirtæki og heimili, fyrir íslenskt atvinnulíf, það myndi lækka vexti, það myndi gera verðtryggingu óþarfa, draga úr hagsveiflu og lækka verðlagið,“ sagði Jóna Sólveig. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að myntráð væri of áhættusöm leið. „Ég held að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið hafi verið komnar svo langt, við getum tekið þær upp á ný ef við gerum það á næsta kjörtímabili,“ sagði Össur.Af fundinum i morgun.Vísir/GVA„Það er ekki hægt að nefna það hér eins og ekkert sé að við erum að fara að taka upp evruna. Það þarf að vera skýrt umboð frá þjóðinni. Að sjálfsögðu erum við til í þjóðaratkvæði um hvort við göngum inn í Evrópusambandið já eða nei,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði jákvætt að umræða hafi skapast um myntráð og evru. Katrín Jakobsdóttir sagðist hliðholl þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð aðildarviðræðna við ESB og Þórunn Pétursdóttir frá Bjartri Framtíð tók í sama streng. Össur Skarphéðinsson, Smári McCarthy, fulltrúi Pírata og Lilja Alfreðsdóttir voru öll hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, sagðist hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Jóna Sólveig sagðist vilja að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður og að í kjölfarið yrði kosið um aðild.
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira