Viðskipti innlent

Lindex á Íslandi lækkar verð um allt að 22 prósent

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Lindex á Íslandi opnaði í Smáralind árið 2011 og seldust þá nær allar vörur upp eftir opnunarhelgina.
Lindex á Íslandi opnaði í Smáralind árið 2011 og seldust þá nær allar vörur upp eftir opnunarhelgina. vísir
Lindex á Íslandi hefur ákveðið að lækka verð um allt að 22 prósent eða átta prósent að meðaltali. Í tilkynningu frá Lindex segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi bættra samninga við innlenda og erlenda byrgja ásamt tilvonandi styrkingu íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal. Verðbreytingin tekur strax gildi.

„Íslenska krónan hefur styrkst gagnvart evrópskum gjaldmiðlum en minna gagnvart Bandaríkjadal sem er innkaupagjaldmiðill fyrirtækisins. Undanfarnar vikur hafa því verið skoðaðar leiðir sérstaklega til þess að lækka verð eins og frekast er kostur og er því sérlega ánægjulegt að ná þessum árangri og tilkynna um verðlækkun í dag,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að á starfstíma sínum hafi Lindex á Íslandi ekki hækkað almennt verð þó að íslenska krónan hafi veikst. Einungis hafi komið til ein verðbreyting frá upphafi og var hún til lækkunar, þegar tollar voru afnumdir af fatnaði um síðustu áramót.

Lindex á Íslandi opnaði í Smáralind árið 2011 og seldust þá nær allar vörur upp eftir opnunarhelgina.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×