Lífið

Karen varar við þátttöku í fitness: Gríðarlegir magaverkir, lifrin gaf sig og hún varð öll marin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Karen Kristinsdóttir skrifaði langa og ítarlega bloggfærslu.
Karen Kristinsdóttir skrifaði langa og ítarlega bloggfærslu. vísir/aðsent
„Ég var feitur krakki og hef alltaf verið svona þykkari gellan í hópnum,“ segir Karen Kristinsdóttir, sem var gestur í þættinum Brennslan á FM957. Karen segist hafa hamstrað nammi á meðan hún var í niðurskurði fyrir fitness-keppni.

Þessi unga kona vakti fyrst athygli fyrir bloggfærslu sína á vefsíðunni Motivation.is. Þar talar hún um upplifun sína af keppni í fitness og sú ákvörðun að taka þátt hafi verið sú versta í lífinu.

„Þetta hefur samt áhrif á mann. Ég var alltaf þessi feita fyndna stelpan í hópnum. Ég byrjaði fyrst að fara á fullt í ræktina í 9. og 10. bekk og byrja síðan í sambandi með strák og missi þá aftur tökin á þyngdinni. Síðan í nóvember árið 2013 tek ég mig aftur á og fer þá að mæta á fullt í ræktina og borða hollt,“ segir Karen sem er í dag 21 árs. Þá hafi hún breytt um lífstíl og fundið þar ágætis jafnvægi.

Leit á þetta sem keppni við sjálfan sig

„Síðan fer ég allt í einu að hugsa um fitness. Það var ekki mín hugmund heldur kom þjálfari til mín og spurðu hvort ég hefði einhvertímann hugsað um það að keppa í fitness. Þá hafði ég aldrei hugsað út í þetta. Þá hefði verið mjög gott að hafa einhvern við hliðin á mér til að segja mér að það væri nú ekki góð hugmynd. Ég leit bara á þetta sem keppni fyrir sjálfan mig, hvort ég gæti gert þetta“

Hún segist hafa í gegnum tíðinni lesið ótal árangursgreinar og þá endi sagan oft á því að manneskjan fer á svið í fitness.

„Það talar enginn um hvað gerist eftir það. Um miðjan mars 2015 ákvað ég að taka þátt í fitnessmóti og hugsaði að þarna gæti ég fengið minn endi á minni árangurssögu. Þá hélt ég að ég væri ekki búin að ná nægilega miklum árangri. Þetta er svo rosalega hype-að um að þú þarft að hafa virkilega mikið fyrir því að finna eitthvað neikvætt um þessi mót á netinu.“

Karen segir að til að byrja með hafi hún þurft að byggja sig upp sem hafi verið mjög erfitt.

„Til að bæta á mig vöðvum, þá fitnaði ég í leiðinni. Ég vissi samt alltaf af niðurskurðinum og hugsaði alltaf að ég yrði bara grönn þá,“ segir Karen sem byrjaði í niðurskurði í ágúst, þremur mánuðum fyrir keppni.

Grjóthart matarprógram

„Það er auðvitað bara grjóthart matarprógram og þú ert að fara fylgja því 150 prósent. Æfingunum fjölgar síðan bara þegar mótið nálgast og ég var farinn að mæta á æfingar 12 til 13 sinnum í viku þegar voru átta vikur í mótið. Ég var kannski ánægð með axlirnar á mér eða rassinn og þá var mér sagt að ég þyrfti að stækka þetta og maður verður svo ruglaður að maður sér ekki hlutina í réttu ljósi.“

Karen æfði 13 til 14 sinnum í viku.
Hún segir að gildismatið breytist bara og henni hafi ekki fundið neitt sem hún var að gera nægilega gott. Hún segist hafa borðað eggjahvítur, ýsu, kjúkling, haframjöl, sætar kartöflur og banana í öll mál.

„Svo var maður að bera sig saman við allskonar fólk á netinu. Þá var ég búin að vera fimmtán sinnum í ræktinni í viku og borðandi eins og ég veit ekki hvað og ég leit alls ekki út eins og það fólk.“

Hamstraði nammi

Karen segist hafa hamstrað nammi á þessum tíma og í þessu samfélagið snúist þetta dálítið um hver sé með stærsta nammiskápinn.

„Maður er alltaf að hugsa um nammi og eitthvað gott. Einhverstaðar verður maður að fókusa af þessu glataða raunveruleika að næsta máltíð sé eggjahvítur með kanil og þá hugsar maður að á laugardaginn má maður fá sér smá nammi.“

Viku til tveimur vikum eftir keppnina fór hún að finna fyrir líkamlegum fylgikvillum þess að taka þátt í svona keppni.

„Eftir mót byrjar maður bara að borða eðlilega, maður dettur kannski í smá rugl eins og allir. Ég fer þá að finna fyrir alveg rosalegum magaverkjum og ég get í framhaldinu ekki mætt á æfingar. Ég vatnast öll og húðin mín verður öll eins og ég sé marin. Ég fer í framhaldinu í blóðprufu og þá kemur í ljós að þetta eru lifraensím sem eru búin að margfalda sig og lifrin voru að gefa sig.“

Hún segir að ástæðan sé mikil vatnslosun í öllu ferlinum.

„Manni líður bara ógeðslega illa í þessu ferli og hausinn á manni er mjög kolvetnissveltur. Ég var síðan alltaf með mikinn kvíða yfir því að ég myndi fitna eftir keppnina og maður vildi alls ekki fara til baka í sitt gamla form. Ég vildi bara halda í keppnisþyngdina og það er bara svo bullandi óraunhæft.“

Mikill kvíði

Eftir keppnina fann hún alltaf fyrir miklum kvíða. Margir hafi reynt að tala hana til í aðdraganda keppninnar en Karen vildi aldrei hlusta.

„Ég veit ekki hvað hefði þurft að gerast til að ég myndi hætta, ég hefði líklega þurft að brjóta mig. Ég hefði aldrei hlustað á neinn. Markmiðið mitt með þessari grein sem ég skrifaði er ekki að segja fólki að taka ekki þátt í fitnessi. Ég vil bara að það geri sér grein fyrir því að það er ekki bara blóm og fiðrildi.“

Hún segir að hún geti ekki mætt í ræktina í dag þar sem henni líði bara einfaldlega illa.

„Ég er að æfa jiu jitsu og mæti tvisvar í viku í fótbolta í dag. Ég verð bara að gera eitthvað þar sem ekki er horft á það hvernig líkaminn lítur út.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×