Tyrkir senda ellefu þúsund kennara í leyfi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. september 2016 07:00 Tyrknesk börn nýta síðustu daga sumarfrísins í að kæla sig niður í hitanum. Nordicphotos/AFP Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent rúmlega ellefu þúsund grunnskólakennara í leyfi vegna hugsanlegra tengsla við hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK). Þessi rúmu ellefu þúsund bætast ofan á þá tugi þúsunda sem sagt var upp innan skólakerfisins eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí. Frá þessu greindi BBC í gær. Samkvæmt yfirlýsingu sem menntamálaráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í gær voru alls 11.285 kennarar sendir í launað leyfi frá störfum í gær á meðan rannsókn á meintum tengslum stendur yfir. Ef upp kemst að umræddir kennarar tengjast PKK má búast við því að þeir missi vinnuna þar sem PKK eru álitin hryðjuverkasamtök í Tyrklandi sem og í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Binali Yildirim forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í borginni Diyarbakir í gær að fleiri væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkahópum, alls um 14.000 kennarar. Þá hvatti Yildirim ríkisstjóra á þeim svæðum í suðausturhluta Tyrklands þar sem einna flestir Kúrdar búa til að ganga lengra í baráttunni gegn PKK. Þá greindi Anadolu, ríkisfréttastofa Tyrklands, frá því að búist væri við því að eftir rannsókn á meintum tengslum umræddra ellefu þúsunda yrðu mál þeirra tæpu þriggja þúsunda sem eftir standa rannsökuð. Eftir valdaránstilraun júlímánaðar, sem tyrknesk yfirvöld kenna útlæga klerknum Fethullah Gulen um, sagði tyrkneska ríkið upp rúmlega fimmtán þúsund starfsmönnum í skólakerfinu og afturkallaði kennsluréttindi um 21.000 grunnskólakennara. Þar með er ljóst að meira en þrjátíu þúsund kennarar hafa misst vinnuna í sumar þótt sumir þeirra muni snúa aftur ef grunur ríkisstjórnarinnar um tengsl við PKK reynist ekki á rökum reistur. Alls starfa 850 þúsund kennarar í Tyrklandi. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á skólahald sem á að hefjast í næstu viku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Ríkisstjórn Tyrklands hefur sent rúmlega ellefu þúsund grunnskólakennara í leyfi vegna hugsanlegra tengsla við hinn útlæga Verkamannaflokk Kúrda (PKK). Þessi rúmu ellefu þúsund bætast ofan á þá tugi þúsunda sem sagt var upp innan skólakerfisins eftir misheppnaða valdaránstilraun í júlí. Frá þessu greindi BBC í gær. Samkvæmt yfirlýsingu sem menntamálaráðuneyti Tyrklands sendi frá sér í gær voru alls 11.285 kennarar sendir í launað leyfi frá störfum í gær á meðan rannsókn á meintum tengslum stendur yfir. Ef upp kemst að umræddir kennarar tengjast PKK má búast við því að þeir missi vinnuna þar sem PKK eru álitin hryðjuverkasamtök í Tyrklandi sem og í Bandaríkjunum og innan Evrópusambandsins. Binali Yildirim forsætisráðherra sagði á blaðamannafundi í borginni Diyarbakir í gær að fleiri væru grunaðir um að tengjast hryðjuverkahópum, alls um 14.000 kennarar. Þá hvatti Yildirim ríkisstjóra á þeim svæðum í suðausturhluta Tyrklands þar sem einna flestir Kúrdar búa til að ganga lengra í baráttunni gegn PKK. Þá greindi Anadolu, ríkisfréttastofa Tyrklands, frá því að búist væri við því að eftir rannsókn á meintum tengslum umræddra ellefu þúsunda yrðu mál þeirra tæpu þriggja þúsunda sem eftir standa rannsökuð. Eftir valdaránstilraun júlímánaðar, sem tyrknesk yfirvöld kenna útlæga klerknum Fethullah Gulen um, sagði tyrkneska ríkið upp rúmlega fimmtán þúsund starfsmönnum í skólakerfinu og afturkallaði kennsluréttindi um 21.000 grunnskólakennara. Þar með er ljóst að meira en þrjátíu þúsund kennarar hafa misst vinnuna í sumar þótt sumir þeirra muni snúa aftur ef grunur ríkisstjórnarinnar um tengsl við PKK reynist ekki á rökum reistur. Alls starfa 850 þúsund kennarar í Tyrklandi. Óljóst er hvaða áhrif þetta mun hafa á skólahald sem á að hefjast í næstu viku.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00 Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16 Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Erdogan styrkir stöðu sína í Tyrklandi Meira en milljón manns hélt út á götur í Istanbúl til að sýna stjórn Erdogans forseta samstöðu. 9. ágúst 2016 07:00
Tala látinna hækkar: Um þrjú þúsund hermenn handteknir í Tyrklandi Merkel, kanslari Þýskalands, hvetur stjórnvöld til þess að veita þeim brotlegu réttláta málsmeðferð lögum samkvæmt. 16. júlí 2016 17:01
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Ingibjörg Sólrún: Skot og sprengingar í Istanbúl frameftir nóttu Fyrrum utanríkisráðherra er búsett í Tyrklandi. Hún segir Tyrki ekki hafa þurft á tilraun til valdaráns að halda. 16. júlí 2016 14:16
Erdogan lýsir yfir neyðarástandi Segir neyðarástandið til þess komið svo hægt væri að fjarlæga öll ummerki „þeirra hryðjuverkasamtaka“ sem komu að valdaráninu misheppnaða. 20. júlí 2016 21:09