Auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. september 2016 17:24 Logi Pedro og félagar hans í 101 Boys hita upp fyrir Bieber í Kórnum. Vísir/Hanna/Ernir Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld. Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Söngvarinn Sturla Atlas og fjöllistahópurinn 101 Boys hituðu upp fyrir Justin Bieber í gærkvöldi. Aðspurður á Twitter sagði Logi Pedro, tónlistarmaður og meðlimur 101 Boys, að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber. Hann segir þó í samtali við Vísi að þeir hafi ekki sérstaklega sóst eftir því og að skemmtilegt væri að hita upp fyrir stórstjörnuna. Sturla Atlas mun aftur hita upp fyrir Bieber í Kórnum í kvöld. „Þetta var bara mjög skemmtilegt. Það kom mér skemmtilega á óvart hversu góðar viðtökurnar voru og hvernig fólk tók þátt með okkur,“ segir Logi Pedro í samtali við Vísi. Aðspurður segir hann undirbúninginn fyrir Bieber ekki hafa verið mjög frábrugðinn undirbúning fyrir hverja aðra tónleika. „Við tókum ákvarðanir um hvað við vildum gera, hvaða lög við vildum taka. Við útsettum intro og eitthvað svoleiðis. Frekar hefðbundið.“Nú sagðirðu á Twitter að líklega væri auðveldara að sænga hjá páfanum en að hitta Justin Bieber, var allt lokað og læst? „Nei nei, alls ekki. Ég segi bara svona. Við höfðum lítinn áhuga á að vera troða okkur eitthvert, þannig að við vorum ekkert að pæla í því. En ég geri ráð fyrir því í ljósi þess að hann er stærsta poppstjarna í heiminum að það sé helvíti mikil gæsla.“@gudnylt örugglega auðveldara að sænga hjá páfanum.— Logi Pedro (@logifknpedro) September 8, 2016 Sóttust ekki sérstaklega eftir því að hita upp fyrir Bieber„Við vitum ekki betur en að þetta hafi verið valið úti. Þau voru með ákvörðunarvald og grænt ljós fengið þaðan. En hvernig ferlið átti sér stað í rauninni hef ég ekki hugmynd um. En við sóttumst ekki eftir því sérstaklega. Við sögðum bara að þau mættu hafa okkur í huga, fórum ekki í neina herferð eða svoleiðis,“ segir Logi Pedro. Logi segir þá hafa fengið jákvæð viðbrögð frá teymi Bieber og búist við góðri stemningu í kvöld. „Það leit út fyrir að vera uppselt í gær. Það eru kannski einhverjir til viðbótar í kvöld, en í stóra samhenginu er það ekkert. Þannig að ég held að þetta verði bara round tvö af fjöri.“ Sturla Atlas og 101 Boys stíga á svið í kórnum klukkan sjö í kvöld.
Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira