„Mamma! Hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Valgerður Snæland Jónsdóttir skrifar 9. september 2016 16:48 Keikur, kotroskinn, kvikur og klár sex ára drengur byrjaði í 1. bekk að hausti. Fljótlega breyttist tilhlökkunin í kvíða, áhugaleysi og mótþróa. Keikur fékk illt í magann á leiðinni í skólann og inni í kennslustofunni. Hann fékk ekki illt í magann þegar hann var í sundi eða í frímínútum. Það tók Keik lengri og lengri tíma að klæða sig á morgnana þegar hann átti að fara í skólann. Þá reyndi á þolinmæði foreldranna. Þeir vildu að Keikur mætti á réttum tíma í skólann. Keikur breyttist. Hann var ekki sami glaði, áhugasami og áhyggjulausi drengurinn sem hann var áður en hann byrjaði í skólanum. Hann varð erfiður við mömmu og pabba - lét þau ganga svolítið á eftir sér. Eftir að Keikur byrjaði í skólanum átti hann erfitt með að sofna og kveið því að fara í skólann. Honum fannst ekki gaman í skólanum. Honum fannst ekki gaman að lesa. Honum fannst ekki gaman að skrifa. Keikur kunni samt alla stafina þegar hann var fimm ára. Það var gaman. „Svo gerðist bara eitthvað þegar hann byrjaði í skólanum“, sagði mamma hans alveg undrandi. Eitt sinn sagði kennarinn: „Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu sól?“ Þetta fannst Keik skrýtin spurning. Keikur heyrði nefnilega ekkert í sólinni. Í annað sinn sagði kennarinn: „stafirnir segja sig sjálfir.“ Skrýtið. Keikur heyrði heldur ekkert í stöfunum. Hann sagði: „Mamma, hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Sex ára börn eru svo konkret og klár! Keikur fór í lestrarpróf í október þar sem kennarinn hélt á klukku með takka sem kennarinn ýtti á eins og í kapphlaupi. Þá kom í ljós að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Kennarinn talaði alvarlegur við foreldra Keiks um slaka hljóðkerfisvitund, snemmtæka íhlutun og heimalestur sem er víst mjög mikilvægur. Keikur las heima á hverjum degi. Keikur las hjá mömmu. Keikur las hjá pabba. Keikur las hjá ömmu. Keikur las hjá afa. Keikur fór aftur í lestrarpróf í janúar. Kennarinn hélt á klukkunni og sagði að Keikur ætti að lesa eins hratt og hann gæti. Kennarinn sagði: „byrja ... núna“ og svo ýtti kennarinn á takkann. Keikur kipptist við, greip andann á lofti, svitnaði og byrjaði að lesa. Keikur las ellefu atkvæði, sem er víst frekar lítið, eftir fimm mánaða lestrarnám. Snemmtæka íhlutunin og heimalesturinn voru ekki að virka. Kennarinn talaði aftur við foreldrana um slaka hljóðkerfisvitund og mikilvægi þess að lesa enn meira heima. Keikur las heima hjá mömmu og pabba á hverjum degi, líka um helgar þegar allir hinir krakkarnir voru að leika sér. Áhyggjufullir foreldrar Keiks ákváðu að fara til lestrarkennara úti í bæ, sem sagði að Keikur væri mjög góður í að ímynda sér og hugsa í myndum, að hann væri mjög góður að hugsa í þrívídd. Lestrarkennarinn kenndi Keik að stilla athyglina og bauð honum að búa til myndir af bókstöfunum í leir. Keikur var kappsamur. Keikur gleymdi sér alveg þegar hann var að leira. Keik leið vel. Keikur leiraði alla bókstafina, fyrst stóru stafina, svo litlu stafina. Keikur mátti loksins segja hvað stafirnir heita. Keikur var nefnilega búinn að læra alla stafina áður en hann byrjaði í skólanum. Keikur stillti athyglina og sagði allt stafrófið áfram og afturábak - upphátt. Keikur kunni það. Keikur sagði alla stafinu með opin augu. Keikur sagði alla stafina með lokuð augu í réttri röð, áfram og aftur á bak. Keikur var ánægður og stolltur. Keikur bjó til hugmyndir og hugtök í leir. Keikur sagði heitin á myndunum upphátt fyrir lestrarkennarann og fyrir mömmu og pabba. Keikur „skrifaði“ heitin á myndunum í leir. Keikur skrifaði heitin á myndunum með blýanti. Keikur skrifaði heitin á myndunum í tölvu. Keikur lærði að treysta myndunum sínum. Keikur lærði að lesa og skrifa. Nú veit Keikur hvað „orð“ er. Það er gaman. Keikur hefur nú grunn (myndir) til að byggja hugsunina á. Keikur getur núna hugsað með orðmyndunum. Keikur les upphátt fyrir sjálfan sig og aðra. Keikur getur ímyndað sér það sem hann er að lesa. Keikur skilur það sem hann les. Keikur getur sagt öðrum frá því sem hann las. Keikur er kotroskinn, kvikur, kappsamur og klár nemandi!Börn eiga rétt á vernd og umönnun Börn eiga rétt á vernd og umönnun í samræmi við aldur sinn og þroska samkvæmt Barnalögum, Barnaverndar-lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum, skulu sýna þeim virðingu og umhyggju. Óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Að beita lestrarkennsluaðferð sem ekki virkar fyrir sex ára barn er afar vanvirðandi gagnvart ungu fróðleiksfúsu barni. Áhrifin geta verið að hið áður kappsama barn verður annars hugar, utan við sig, kvíðið, dregur sig í hlé, hættir að tjá sig, hættir að spyrja spurninga, hættir að sýna frumkvæði, hættir að brosa og hlæja, er djúpt hugsi, leiðist í tímum, virðist vera áhugalaust um lærdóminn, virðist vera latasta barnið í öllum skólanum (það var sagt við Keik) - sýnir mótþróa, kvartar yfir verkjum í höfði og maga (þarf oft að heimsækja skólahjúkrunarfræðinginn), er órólegt, á við svefnerfiðleika að stríða og upplifir skömm sem fylgir einstaklingnum fram á efri ár. Börnin læra fljótt að koma sér í öruggt skjól með setningum eins og: „ég man það ekki!“, „ég kann það ekki!“, „ég veit það ekki!“. Þessar setningar eru fulltrúar fyrir hugsanir sem hafa bein áhrif á sjálfsmyndina, sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna. Lamandi óöryggið fylgir í kjölfarið. Tilfinningalega upplifunin fylgir einstaklingnum fram á fullorðinsár. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar. Um leið og sex ára barn byrjar að ströggla í lestri ætti það eitt að hringja háværum viðvörunarbjöllum hjá foreldrum og kennurum. Líklegt er að lestrarkennsluaðferðin henti ekki skynhætti barnsins. Þá er mikilvægt að skoða hvort önnur lestraraðferð eða aðrar lestraraðferðir henti skynhætti barnsins betur. Um leið og sex ára barn hefur ekki lengur áhuga á lestri, eða skólanámi almennt er líklegt að kennsluaðferðirnar henti barninu ekki. Sex ára börn eru fróðleiksfús! Þau vilja læra. Þau vilja vera með þeim bestu. Þeim hefur verið sagt að í skólanum læri börn að lesa, skrifa og reikna. Þeim hefur verið sagt að í skólanum sé skemmtilegt að vera. Þau eru komin í skólann til að læra. Þau elska að læra! Sex ára börn bera sig strax saman við hin börnin í bekknum. Þau vita sjálf upp á hár hvernig þau standa í hinum ýmsu námsgreinum miðað við hin börnin. Sérhvert barn á rétt á að lifa og þroskast í samræmi við aldur sinn og þroska, - og einnig í samræmi við skynhátt sinn. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni barnsins. Það að velja lestrarkennsluaðferð fyrir barn er að taka ákvörðun um málefni barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Keikur, kotroskinn, kvikur og klár sex ára drengur byrjaði í 1. bekk að hausti. Fljótlega breyttist tilhlökkunin í kvíða, áhugaleysi og mótþróa. Keikur fékk illt í magann á leiðinni í skólann og inni í kennslustofunni. Hann fékk ekki illt í magann þegar hann var í sundi eða í frímínútum. Það tók Keik lengri og lengri tíma að klæða sig á morgnana þegar hann átti að fara í skólann. Þá reyndi á þolinmæði foreldranna. Þeir vildu að Keikur mætti á réttum tíma í skólann. Keikur breyttist. Hann var ekki sami glaði, áhugasami og áhyggjulausi drengurinn sem hann var áður en hann byrjaði í skólanum. Hann varð erfiður við mömmu og pabba - lét þau ganga svolítið á eftir sér. Eftir að Keikur byrjaði í skólanum átti hann erfitt með að sofna og kveið því að fara í skólann. Honum fannst ekki gaman í skólanum. Honum fannst ekki gaman að lesa. Honum fannst ekki gaman að skrifa. Keikur kunni samt alla stafina þegar hann var fimm ára. Það var gaman. „Svo gerðist bara eitthvað þegar hann byrjaði í skólanum“, sagði mamma hans alveg undrandi. Eitt sinn sagði kennarinn: „Hvað er fyrsta hljóðið í orðinu sól?“ Þetta fannst Keik skrýtin spurning. Keikur heyrði nefnilega ekkert í sólinni. Í annað sinn sagði kennarinn: „stafirnir segja sig sjálfir.“ Skrýtið. Keikur heyrði heldur ekkert í stöfunum. Hann sagði: „Mamma, hvað þýðir það að stafirnir segja sig sjálfir?“ Sex ára börn eru svo konkret og klár! Keikur fór í lestrarpróf í október þar sem kennarinn hélt á klukku með takka sem kennarinn ýtti á eins og í kapphlaupi. Þá kom í ljós að eitthvað var öðruvísi en það átti að vera. Kennarinn talaði alvarlegur við foreldra Keiks um slaka hljóðkerfisvitund, snemmtæka íhlutun og heimalestur sem er víst mjög mikilvægur. Keikur las heima á hverjum degi. Keikur las hjá mömmu. Keikur las hjá pabba. Keikur las hjá ömmu. Keikur las hjá afa. Keikur fór aftur í lestrarpróf í janúar. Kennarinn hélt á klukkunni og sagði að Keikur ætti að lesa eins hratt og hann gæti. Kennarinn sagði: „byrja ... núna“ og svo ýtti kennarinn á takkann. Keikur kipptist við, greip andann á lofti, svitnaði og byrjaði að lesa. Keikur las ellefu atkvæði, sem er víst frekar lítið, eftir fimm mánaða lestrarnám. Snemmtæka íhlutunin og heimalesturinn voru ekki að virka. Kennarinn talaði aftur við foreldrana um slaka hljóðkerfisvitund og mikilvægi þess að lesa enn meira heima. Keikur las heima hjá mömmu og pabba á hverjum degi, líka um helgar þegar allir hinir krakkarnir voru að leika sér. Áhyggjufullir foreldrar Keiks ákváðu að fara til lestrarkennara úti í bæ, sem sagði að Keikur væri mjög góður í að ímynda sér og hugsa í myndum, að hann væri mjög góður að hugsa í þrívídd. Lestrarkennarinn kenndi Keik að stilla athyglina og bauð honum að búa til myndir af bókstöfunum í leir. Keikur var kappsamur. Keikur gleymdi sér alveg þegar hann var að leira. Keik leið vel. Keikur leiraði alla bókstafina, fyrst stóru stafina, svo litlu stafina. Keikur mátti loksins segja hvað stafirnir heita. Keikur var nefnilega búinn að læra alla stafina áður en hann byrjaði í skólanum. Keikur stillti athyglina og sagði allt stafrófið áfram og afturábak - upphátt. Keikur kunni það. Keikur sagði alla stafinu með opin augu. Keikur sagði alla stafina með lokuð augu í réttri röð, áfram og aftur á bak. Keikur var ánægður og stolltur. Keikur bjó til hugmyndir og hugtök í leir. Keikur sagði heitin á myndunum upphátt fyrir lestrarkennarann og fyrir mömmu og pabba. Keikur „skrifaði“ heitin á myndunum í leir. Keikur skrifaði heitin á myndunum með blýanti. Keikur skrifaði heitin á myndunum í tölvu. Keikur lærði að treysta myndunum sínum. Keikur lærði að lesa og skrifa. Nú veit Keikur hvað „orð“ er. Það er gaman. Keikur hefur nú grunn (myndir) til að byggja hugsunina á. Keikur getur núna hugsað með orðmyndunum. Keikur les upphátt fyrir sjálfan sig og aðra. Keikur getur ímyndað sér það sem hann er að lesa. Keikur skilur það sem hann les. Keikur getur sagt öðrum frá því sem hann las. Keikur er kotroskinn, kvikur, kappsamur og klár nemandi!Börn eiga rétt á vernd og umönnun Börn eiga rétt á vernd og umönnun í samræmi við aldur sinn og þroska samkvæmt Barnalögum, Barnaverndar-lögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Allir sem hafa uppeldi og umönnun barna með höndum, skulu sýna þeim virðingu og umhyggju. Óheimilt er með öllu að beita börn ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi. Að beita lestrarkennsluaðferð sem ekki virkar fyrir sex ára barn er afar vanvirðandi gagnvart ungu fróðleiksfúsu barni. Áhrifin geta verið að hið áður kappsama barn verður annars hugar, utan við sig, kvíðið, dregur sig í hlé, hættir að tjá sig, hættir að spyrja spurninga, hættir að sýna frumkvæði, hættir að brosa og hlæja, er djúpt hugsi, leiðist í tímum, virðist vera áhugalaust um lærdóminn, virðist vera latasta barnið í öllum skólanum (það var sagt við Keik) - sýnir mótþróa, kvartar yfir verkjum í höfði og maga (þarf oft að heimsækja skólahjúkrunarfræðinginn), er órólegt, á við svefnerfiðleika að stríða og upplifir skömm sem fylgir einstaklingnum fram á efri ár. Börnin læra fljótt að koma sér í öruggt skjól með setningum eins og: „ég man það ekki!“, „ég kann það ekki!“, „ég veit það ekki!“. Þessar setningar eru fulltrúar fyrir hugsanir sem hafa bein áhrif á sjálfsmyndina, sjálfstraustið og sjálfsvirðinguna. Lamandi óöryggið fylgir í kjölfarið. Tilfinningalega upplifunin fylgir einstaklingnum fram á fullorðinsár. Birtingarmyndirnar eru margvíslegar. Um leið og sex ára barn byrjar að ströggla í lestri ætti það eitt að hringja háværum viðvörunarbjöllum hjá foreldrum og kennurum. Líklegt er að lestrarkennsluaðferðin henti ekki skynhætti barnsins. Þá er mikilvægt að skoða hvort önnur lestraraðferð eða aðrar lestraraðferðir henti skynhætti barnsins betur. Um leið og sex ára barn hefur ekki lengur áhuga á lestri, eða skólanámi almennt er líklegt að kennsluaðferðirnar henti barninu ekki. Sex ára börn eru fróðleiksfús! Þau vilja læra. Þau vilja vera með þeim bestu. Þeim hefur verið sagt að í skólanum læri börn að lesa, skrifa og reikna. Þeim hefur verið sagt að í skólanum sé skemmtilegt að vera. Þau eru komin í skólann til að læra. Þau elska að læra! Sex ára börn bera sig strax saman við hin börnin í bekknum. Þau vita sjálf upp á hár hvernig þau standa í hinum ýmsu námsgreinum miðað við hin börnin. Sérhvert barn á rétt á að lifa og þroskast í samræmi við aldur sinn og þroska, - og einnig í samræmi við skynhátt sinn. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir um málefni barnsins. Það að velja lestrarkennsluaðferð fyrir barn er að taka ákvörðun um málefni barnsins.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar