Nýsköpun: Þar sem menntun og atvinnulíf mætast Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 9. september 2016 16:39 Ísland þarf að auka verðmætasköpun til útflutnings verulega svo hægt verði að standa undir þeim skuldbindingum sem felast í því að borga af lánum, tryggja lífsgæði og ekki síst byggja upp innviði. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Á meðan auðlindir okkar eru góður grunnur til að byggja á þá er ekki hægt að auka verðmætasköpun með því einu að ganga alltaf lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast - hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Nýsköpun verður ekki síður til hjá einstaklingum sem sjá möguleika á að skapa nýja þjónustu, vörur eða ný fyrirtæki, sem síðan þróast jafnvel út í nýjar atvinnugreinar sem skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingargeiranum á Íslandi. Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Það þarf að efla byggðir landsins, en til þess þarf að byggja umhverfi þar sem fjölbreyttar atvinnugreinar geta náð fótfestu og fyrirtæki blómstrað óháð staðsetningu. Framtíðin er núna og við verðum að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár. Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast. Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og uppúr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp.Höfundur býður sig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fer fram dagana 8.-10. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Ísland þarf að auka verðmætasköpun til útflutnings verulega svo hægt verði að standa undir þeim skuldbindingum sem felast í því að borga af lánum, tryggja lífsgæði og ekki síst byggja upp innviði. Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Á meðan auðlindir okkar eru góður grunnur til að byggja á þá er ekki hægt að auka verðmætasköpun með því einu að ganga alltaf lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast - hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Nýsköpun verður ekki síður til hjá einstaklingum sem sjá möguleika á að skapa nýja þjónustu, vörur eða ný fyrirtæki, sem síðan þróast jafnvel út í nýjar atvinnugreinar sem skapa mikil verðmæti fyrir samfélagið. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingargeiranum á Íslandi. Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Það þarf að efla byggðir landsins, en til þess þarf að byggja umhverfi þar sem fjölbreyttar atvinnugreinar geta náð fótfestu og fyrirtæki blómstrað óháð staðsetningu. Framtíðin er núna og við verðum að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár. Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast. Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og uppúr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp.Höfundur býður sig fram í 3. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem fer fram dagana 8.-10. september.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun