Liðið hélt áleiðis í morgun til Frankfurt þaðan sem liðið flýgur til Kiev í Úkraínu. Þegar þangað er komið tekur við fimm klukkustunda rútuferð til Sumy.
Það mátti heyra á strákunum okkar í gær að þeir voru ekki alltof spenntir fyrir þessu langa ferðalagi.
Úkraínumenn komast upp með það að spila leikinn í tæplega 400 kílómetra fjarægð frá alþjóðaflugvelli. Það er örugglega engin tilviljun að þessi leikur er spilaður á þessum stað.
Sumy er 270 þúsund manna borga í norðaustur Úkraínu við landamærin við Rússland.
Hér fyrir neðan má sjá rútuferðina á Google Maps. Nú er bara að vona að rútubílstjórinn sé heiðarlegur og velji frekar styttri leiðina. Norðurleiðin er rúmum hálftíma lengri en sú sem Google Maps mælir með.
