Kári segir að Þorgerður Katrín hefði verið öruggari með að skipta um nafn heldur en flokk Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2016 10:08 Þorgerður Katrín fær að finna fyrir penna Kára Stefánssonar í Fréttablaðinu í dag. Vísir/Pjetur/Vilhelm „Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann beinir sjónum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og nú frambjóðanda Viðreisnar. Þar telur hann að það hefði verið betra fyrir Þorgerði Katrínu að skipta um nafn frekar en að skipta um flokk, en fyrr í vikunni tilkynnti Þorgerður að hún og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, væru gengin til liðs við Viðreisn. „Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegna tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík,“ segir Kári. Hann gefur sér að Þorgerður Katrín vonist til að með þessari breytingu taki fólk ekki eftir að hún sé hún og haldi að hún sé einhver önnur. „Og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér.“ Hann segir ekki víst að þessi aðferð muni ná til kjósenda og að öruggara hefði verið fyrir hana að breyta um nafn í stað flokks. „Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.“ Tengdar fréttir Þorgerður Katrín hættir hjá SA Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. 8. september 2016 12:52 Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Fjölmargir spá í spilin eftir stórtíðindi gærdagsins af vettvangi pólitíkurinnar. Sumir fagna en aðrir eru svekktir, sárir og reiðir. 8. september 2016 10:46 Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
„Það er oft á tíðum ánægjulegt að fylgjast með því þegar fólk sem hefur orðið á mistök reynir að hanna sér nýtt líf með því að gera stórar breytingar,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag þar sem hann beinir sjónum sínum að Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanns Sjálfstæðisflokksins og nú frambjóðanda Viðreisnar. Þar telur hann að það hefði verið betra fyrir Þorgerði Katrínu að skipta um nafn frekar en að skipta um flokk, en fyrr í vikunni tilkynnti Þorgerður að hún og Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, væru gengin til liðs við Viðreisn. „Hún hraktist úr pólitík vegna þess að hún flæktist á óbeinan hátt inn í málefni Kaupþings á sama tíma og hún sat í ríkisstjórn sem stóð fyrir misheppnaðri og óvinsælli tilraun til þess að bjarga bankanum. Hún sá sig alla vegna tilneydda til þess að hætta afskiptum af pólitík,“ segir Kári. Hann gefur sér að Þorgerður Katrín vonist til að með þessari breytingu taki fólk ekki eftir að hún sé hún og haldi að hún sé einhver önnur. „Og haldi að hún sé einhver önnur eða að hún sé ekki sú sem gerði það sem hún gerði heldur hafi hún gert eitthvað allt annað og það sem hún gerði hafi bara gerst af sjálfu sér.“ Hann segir ekki víst að þessi aðferð muni ná til kjósenda og að öruggara hefði verið fyrir hana að breyta um nafn í stað flokks. „Hún hefði kannski ekki dregið að mörg atkvæði undir nýju nafni og í gömlum flokki en þegar kemur að Viðreisn, hinum unga stjórnmálaflokki, þá hefði hún í það minnsta ekki litið út eins og prakkari sem sprengir blöðrur í barnaafmæli.“
Tengdar fréttir Þorgerður Katrín hættir hjá SA Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. 8. september 2016 12:52 Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Fjölmargir spá í spilin eftir stórtíðindi gærdagsins af vettvangi pólitíkurinnar. Sumir fagna en aðrir eru svekktir, sárir og reiðir. 8. september 2016 10:46 Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Sjá meira
Þorgerður Katrín hættir hjá SA Þorgerður Katrín kom til starfa fyrir Samtök atvinnulífsins vorið 2013 en hún hefur gengt starfi forstöðumanns mennta- og nýsköpunarsviðs samtakanna. 8. september 2016 12:52
Facebook um vistaskiptin: Þorgerður og Þorsteinn einskis virði í bókum Ingva Hrafns Fjölmargir spá í spilin eftir stórtíðindi gærdagsins af vettvangi pólitíkurinnar. Sumir fagna en aðrir eru svekktir, sárir og reiðir. 8. september 2016 10:46
Bjarni undrast ákvörðun Þorgerðar Formaður Sjálfstæðisflokksins undrast þá ákvörðun Þorgerðar Katrínar að ganga til liðs við Viðreisn. Segir sjálfstæðismenn ekki breyta stefnu sinni. 8. september 2016 07:00