Viðskipti innlent

Minni hagnaður í kauphöllinni og hlutabréfin lækkuðu í verði

Sæunn Gísladóttir skrifar
Afkoma skráðra félaga á fyrstu sex mánuðunum
Afkoma skráðra félaga á fyrstu sex mánuðunum
Á fyrri helmingi ársins dróst hagnaður saman í flestum af þeim sextán félögum* sem skráð eru á Aðallista Kauphallarinnar.

Hagnaðurinn dróst mest saman milli ára hjá HB Granda og VÍS eða um 1,2 milljarða króna. Hagnaður jókst aftur á móti mest hjá Iceland­air Group eða um 1,7 milljarða króna.

Eigið fé jókst hjá flestum félaganna á fyrsta hálfa ári, samanborið við árið áður. Í lok annars ársfjórðungs 2016 var mesta eigið fé hjá Marel, eða sem nemur 63 milljörðum króna. Eigið fé Marels jókst um 6,5 milljarða milli ára.

Gengi hlutabréfa í flestum félögum lækkaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Mest var lækkunin hjá HB Granda eða um 28 prósent. Töluverðar hækkanir voru þó í sumum félögum til að mynda hjá Eik um 9,4 prósent og hjá N1 um 33,3 prósent.

Vert er að nefna að arður var greiddur hjá félögunum á tímabilinu vegna afkomu ársins 2015 og eru greiðslur mismunandi eftir félögum. Arðgreiðslur hafa að öðru óbreyttu áhrif til lækkunar á gengi bréfa.

EBITDA jókst hjá meirihluta félaga þar sem EBITDA er marktæk mæling, EBITDA hækkaði mest hjá Marel eða um 2,5 milljarða króna milli ára.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×