Tíu mál sem ættu heima í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auðvelt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum.Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna.Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnulífið bætt við nema með sérstökum rökstuðningi.Búvörusamningar verði endurskoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávarútvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja.Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföngum.Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildarendurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endurspegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist.Gert verði átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp samkeppnismat að tillögu OECD.Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA Öll þessi mál ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Formaður FA hefur sent öllum flokkunum á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnulífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um samstarfsgrundvöll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah Skoðun Skoðun Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nýliðnar kosningar settu flestir flokkar fram stefnu um öflugt atvinnulíf, þótt talsverður munur væri á því hvernig hún var útfærð. Það er að sjálfsögðu talsverður áherzlumunur á milli flokkanna um það hvernig þeir vilja nálgast það verkefni eins og önnur. Hins vegar eru ýmis mál sem skipta atvinnulífið miklu og auðvelt ætti að vera að ná pólitískri samstöðu um, nánast sama hvaða flokkar mynda ríkisstjórn. Það þarf bara að muna eftir þeim og halda þeim til haga nú þegar stefna næstu fjögurra ára verður lögð upp í stjórnarmyndunarviðræðum. Stjórn Félags atvinnurekenda hefur því sett á blað tíu atriði, sem myndu bæta hag fyrirtækjanna í landinu, ekki sízt þeirra minni og meðalstóru, sem oft eru í erfiðri samkeppnisstöðu gagnvart stærri aðilum.Aðhald og ábyrgð í ríkisfjármálum til að styðja við peningamálastefnu Seðlabankans. Stöðugleiki, þar sem verðbólgumarkmið nást og vextir halda áfram að lækka, er stærsta hagsmunamál fyrirtækjanna.Átak verði gert í því að einfalda regluverk atvinnulífsins og hrinda í framkvæmd áformum um að tilkynningaskylda fyrirtækja komi í stað flókinna og dýrra leyfisveitinga. Sett verði regla um að við innleiðingu Evrópureglna í íslenska löggjöf verði engum íþyngjandi reglum fyrir atvinnulífið bætt við nema með sérstökum rökstuðningi.Búvörusamningar verði endurskoðaðir í breiðri sátt bænda, neytenda og atvinnulífs. Stuðningskerfi landbúnaðarins verði breytt og tollar lækkaðir í samræmi við tillögur Samráðsvettvangs um aukna hagsæld.Leitað verði leiða til að tryggja aðgengi fiskvinnslu án kvóta eða eigin útgerðar að hráefni til vinnslu. Stefna ætti að afnámi tvöfaldrar verðmyndunar í sjávarútvegi, meðal annars með því að lögfesta milliverðlagningarreglur um innri viðskipti lóðrétt samþættra útgerðar- og vinnslufyrirtækja.Haldið verði áfram að lækka tryggingagjald fyrirtækja í áföngum.Eftirlitsgjöld sem ríkið leggur á fyrirtæki verði tekin til heildarendurskoðunar. Gjaldtakan af hverju fyrirtæki fyrir sig endurspegli raunkostnað við eftirlitið sem að því beinist.Gert verði átak í því að ríkisstofnanir fari að lögum um opinber innkaup og bjóði út kaup á vörum og þjónustu.Stjórnvöld fari að tilmælum Samkeppniseftirlitsins um að afnema samkeppnishömlur, til dæmis í landbúnaði, sjávarútvegi og millilandaflugi. Samkeppniseftirlitið verði eflt. Tekið verði upp samkeppnismat að tillögu OECD.Hömlur verði settar á samkeppni ríkisfyrirtækja á borð við Isavia og Íslandspóst við einkarekin fyrirtæki.Átak verði gert í gerð fríverslunarsamninga við önnur ríki, ýmist tvíhliða eða á vettvangi EFTA Öll þessi mál ættu heima í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Formaður FA hefur sent öllum flokkunum á þingi bréf til að vekja athygli á þeim. Í mörg þeirra var almennt vel tekið á opnum fundum FA með frambjóðendum fyrir kosningarnar. Allar þessar tillögur stuðla að því að efla verðmætasköpun atvinnulífsins, sem stendur undir kostnaði ríkisins við löggæzlu, menntakerfi og heilbrigðisþjónustu, svo dæmi séu tekin. Kröfurnar um aukin útgjöld á þeim sviðum eru háværar, en stjórnmálamennirnir mega ekki gleyma hvaðan peningarnir til góðra verka koma. Hagsmunum fyrirtækjanna þarf að halda til haga þegar flokkarnir ná saman um samstarfsgrundvöll. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar