Hárprúð Hjaltalín heillaði á fyrsta degi Airwaves Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2016 15:00 Sigríður Thorlacius og Högni slógu ekki feilnótu með Hjaltalín í gær. vísir/ernir Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með látum í gær. Hljómsveitin Hjaltalín er ein af þeim sveitum sem troða upp utandagskrár á hátíðinni í ár, eða á því sem kallað er Off Venue, og hélt hún tónleika á Bryggjunni Brugghúsi úti á Granda í gærkvöldi. Um einu tónleika sveitarinnar á Airwaves var að ræða. Því var vel mætt á Bryggjuna og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigðum ef marka mátti stemninguna og fagnaðarlætin eftir seinasta lag sveitarinnar.Það var vel mætt á Bryggjuna Brugghús í gær á fyrsta degi Iceland Airwaves.vísir/ernirEflaust eru ekki margar íslenskar hljómsveitir hárprúðari en Hjaltalín og er fyrirsögnin vísun í það enda bæði söngvarinn Högni og bassaleikarinn Guðmundur Óskar með fallegt sítt hár. Þá má segja það sama um söngkonuna Sigríði Thorlacius en aðalmálið er auðvitað tónlistin. Sveitin byrjaði á einu vinsælasta lagi sínu Crack in a Stone við góðar undirtektir en það er, líkt og flest lögin sem hljómuðu á Bryggjunni í gær, af þriðju plötu sveitarinnar Enter 4.Högni söng lagið We Will Live for Ages af mikilli innlifun og skellti sér út í áhorfendaskarann.vísir/ernirNæst á lagalistanum var einnig af Enter 4, lagið Letter To [...], en lag númer þrjú heitir Baroness og er af nýrri plötu sveitarinnar sem stefnt er á að komi út á næsta ári. Ekki verður sagt annað en að lagið lofi góðu um það sem koma skal en að því loknu var komið að öðru lagi af Enter 4 sem heitir Myself. Næstseinasta lagið var annað gríðarlega vinsælt lag sem kom út sem smáskífa í fyrra, We Will Live for Ages. Högni hvarf á tímabili af sviðinu og fór út á gólf þar sem hann söng af mikilli innlifun á meðal ánægðra áhorfenda. Undirrituð hélt þá að hápunkti tónleikanna væri náð en það var ekki svo þar Hjaltalín sýndi allar sínar bestu hliðar í lokalaginu, We. Áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum á tónleikum Hjaltalín í gær.vísir/ernirHögni og Sigríður nutu sín bæði vel í söngnum og það var hrein unun að hlusta á þau, ekki síst í blálokin í rólegum lokakafla en We er kröftugt lag þar sem nokkuð mæðir á trommaranum, Axeli Haraldssyni, og átti hann stórleik. Það er eiginlega synd að Hjaltalín komi ekki aftur fram á Airwaves í ár því þeir sem misstu af í gær misstu bara af frekar miklu. Hljómsveitin hefur ekki aðeins á að skipa framúrskarandi söngvurum heldur einnig afbragðs hljóðfæraleikurum og það skilaði sér heldur betur á Bryggjunni.Flest laganna voru af þriðju plötu Hjaltalín, Enter 4.vísir/ernir Airwaves Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hófst með látum í gær. Hljómsveitin Hjaltalín er ein af þeim sveitum sem troða upp utandagskrár á hátíðinni í ár, eða á því sem kallað er Off Venue, og hélt hún tónleika á Bryggjunni Brugghúsi úti á Granda í gærkvöldi. Um einu tónleika sveitarinnar á Airwaves var að ræða. Því var vel mætt á Bryggjuna og urðu áhorfendur ekki fyrir vonbrigðum ef marka mátti stemninguna og fagnaðarlætin eftir seinasta lag sveitarinnar.Það var vel mætt á Bryggjuna Brugghús í gær á fyrsta degi Iceland Airwaves.vísir/ernirEflaust eru ekki margar íslenskar hljómsveitir hárprúðari en Hjaltalín og er fyrirsögnin vísun í það enda bæði söngvarinn Högni og bassaleikarinn Guðmundur Óskar með fallegt sítt hár. Þá má segja það sama um söngkonuna Sigríði Thorlacius en aðalmálið er auðvitað tónlistin. Sveitin byrjaði á einu vinsælasta lagi sínu Crack in a Stone við góðar undirtektir en það er, líkt og flest lögin sem hljómuðu á Bryggjunni í gær, af þriðju plötu sveitarinnar Enter 4.Högni söng lagið We Will Live for Ages af mikilli innlifun og skellti sér út í áhorfendaskarann.vísir/ernirNæst á lagalistanum var einnig af Enter 4, lagið Letter To [...], en lag númer þrjú heitir Baroness og er af nýrri plötu sveitarinnar sem stefnt er á að komi út á næsta ári. Ekki verður sagt annað en að lagið lofi góðu um það sem koma skal en að því loknu var komið að öðru lagi af Enter 4 sem heitir Myself. Næstseinasta lagið var annað gríðarlega vinsælt lag sem kom út sem smáskífa í fyrra, We Will Live for Ages. Högni hvarf á tímabili af sviðinu og fór út á gólf þar sem hann söng af mikilli innlifun á meðal ánægðra áhorfenda. Undirrituð hélt þá að hápunkti tónleikanna væri náð en það var ekki svo þar Hjaltalín sýndi allar sínar bestu hliðar í lokalaginu, We. Áhorfendur urðu ekki fyrir vonbrigðum á tónleikum Hjaltalín í gær.vísir/ernirHögni og Sigríður nutu sín bæði vel í söngnum og það var hrein unun að hlusta á þau, ekki síst í blálokin í rólegum lokakafla en We er kröftugt lag þar sem nokkuð mæðir á trommaranum, Axeli Haraldssyni, og átti hann stórleik. Það er eiginlega synd að Hjaltalín komi ekki aftur fram á Airwaves í ár því þeir sem misstu af í gær misstu bara af frekar miklu. Hljómsveitin hefur ekki aðeins á að skipa framúrskarandi söngvurum heldur einnig afbragðs hljóðfæraleikurum og það skilaði sér heldur betur á Bryggjunni.Flest laganna voru af þriðju plötu Hjaltalín, Enter 4.vísir/ernir
Airwaves Mest lesið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Frægar í fantaformi Lífið Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Fleiri fréttir „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira