Stefán Karel hættir út af heilahristingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 13:30 Stefán Karel í leik með Snæfelli gegn ÍR. vísir/stefán Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. Þessi tíðindi staðfestir Stefán Karel við karfan.is í dag. „Það hefur gengið mun hægar núna að glíma við þetta högg heldur en fyrstu þrjú skiptin, heilahristingarnir eru orðnir því fjórir og mál að komið sé gott. Eins og staðan er núna er ákvörðunin nokkuð endanleg, maður á aldrei að segja aldrei en staðan í dag er bara svona,“ segir Stefán Karel við karfan.is. Stefán Karel er aðeins 22 ára gamall en er engu að síður búinn að fá heilahristing fjórum sinnum á ferlinum. Nú síðast í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þá var þessi stóri og sterki strákur að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍR gegn sínu gamla félagi, Snæfelli. Það endaði ekki vel því Stefán var fluttur upp á spítala.Sjá einnig: Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus „Ég ætlaði að snúa mér með boltann í átt að körfunni og fæ þá leikmann úr hinu liðinu beint á blindu hliðina. Þá slokknuðu ljósin og ég man ekki neitt,“ sagði Stefán Karel við Vísi þann 12. október síðastliðinn. Hann vankaðist og varð að eyða nóttinni á sjúkrahúsi. Þar kom í ljós að hann hafði fengið heilahristing. Enn eina ferðina. Þá var hann engu að síður enn ákveðinn í því að halda áfram. „Ég ætla að meta þetta viku eftir viku. Ekki flýta mér og komast aftur á gólfið sem fyrst. Ég ætla ekki að hætta strax. Ekki á meðan maður er enn með smá vit í kollinum,“ segir Stefán léttur en hann tekur þetta þó alvarlega. Ég þarf að taka þetta alvarlega. Ég þarf að passa mig betur. Maður hugsar ekki um að maður þurfi að hætta 22 ára gamall en maður hefur bara einn haus og þarf að hugsa með honum.“ Dominos-deild karla Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. Þessi tíðindi staðfestir Stefán Karel við karfan.is í dag. „Það hefur gengið mun hægar núna að glíma við þetta högg heldur en fyrstu þrjú skiptin, heilahristingarnir eru orðnir því fjórir og mál að komið sé gott. Eins og staðan er núna er ákvörðunin nokkuð endanleg, maður á aldrei að segja aldrei en staðan í dag er bara svona,“ segir Stefán Karel við karfan.is. Stefán Karel er aðeins 22 ára gamall en er engu að síður búinn að fá heilahristing fjórum sinnum á ferlinum. Nú síðast í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þá var þessi stóri og sterki strákur að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍR gegn sínu gamla félagi, Snæfelli. Það endaði ekki vel því Stefán var fluttur upp á spítala.Sjá einnig: Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus „Ég ætlaði að snúa mér með boltann í átt að körfunni og fæ þá leikmann úr hinu liðinu beint á blindu hliðina. Þá slokknuðu ljósin og ég man ekki neitt,“ sagði Stefán Karel við Vísi þann 12. október síðastliðinn. Hann vankaðist og varð að eyða nóttinni á sjúkrahúsi. Þar kom í ljós að hann hafði fengið heilahristing. Enn eina ferðina. Þá var hann engu að síður enn ákveðinn í því að halda áfram. „Ég ætla að meta þetta viku eftir viku. Ekki flýta mér og komast aftur á gólfið sem fyrst. Ég ætla ekki að hætta strax. Ekki á meðan maður er enn með smá vit í kollinum,“ segir Stefán léttur en hann tekur þetta þó alvarlega. Ég þarf að taka þetta alvarlega. Ég þarf að passa mig betur. Maður hugsar ekki um að maður þurfi að hætta 22 ára gamall en maður hefur bara einn haus og þarf að hugsa með honum.“
Dominos-deild karla Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Fleiri fréttir Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Uppgjörið: KR - Stjarnan 94-91 | KR í bikarúrslit eftir spennutrylli gegn Stjörnunni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit