Stefán Karel hættir út af heilahristingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2016 13:30 Stefán Karel í leik með Snæfelli gegn ÍR. vísir/stefán Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. Þessi tíðindi staðfestir Stefán Karel við karfan.is í dag. „Það hefur gengið mun hægar núna að glíma við þetta högg heldur en fyrstu þrjú skiptin, heilahristingarnir eru orðnir því fjórir og mál að komið sé gott. Eins og staðan er núna er ákvörðunin nokkuð endanleg, maður á aldrei að segja aldrei en staðan í dag er bara svona,“ segir Stefán Karel við karfan.is. Stefán Karel er aðeins 22 ára gamall en er engu að síður búinn að fá heilahristing fjórum sinnum á ferlinum. Nú síðast í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þá var þessi stóri og sterki strákur að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍR gegn sínu gamla félagi, Snæfelli. Það endaði ekki vel því Stefán var fluttur upp á spítala.Sjá einnig: Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus „Ég ætlaði að snúa mér með boltann í átt að körfunni og fæ þá leikmann úr hinu liðinu beint á blindu hliðina. Þá slokknuðu ljósin og ég man ekki neitt,“ sagði Stefán Karel við Vísi þann 12. október síðastliðinn. Hann vankaðist og varð að eyða nóttinni á sjúkrahúsi. Þar kom í ljós að hann hafði fengið heilahristing. Enn eina ferðina. Þá var hann engu að síður enn ákveðinn í því að halda áfram. „Ég ætla að meta þetta viku eftir viku. Ekki flýta mér og komast aftur á gólfið sem fyrst. Ég ætla ekki að hætta strax. Ekki á meðan maður er enn með smá vit í kollinum,“ segir Stefán léttur en hann tekur þetta þó alvarlega. Ég þarf að taka þetta alvarlega. Ég þarf að passa mig betur. Maður hugsar ekki um að maður þurfi að hætta 22 ára gamall en maður hefur bara einn haus og þarf að hugsa með honum.“ Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Körfuboltakappinn öflugi, Stefán Karel Torfason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir að hafa fengið ítrekuð höfuðhögg og heilahristinga. Þessi tíðindi staðfestir Stefán Karel við karfan.is í dag. „Það hefur gengið mun hægar núna að glíma við þetta högg heldur en fyrstu þrjú skiptin, heilahristingarnir eru orðnir því fjórir og mál að komið sé gott. Eins og staðan er núna er ákvörðunin nokkuð endanleg, maður á aldrei að segja aldrei en staðan í dag er bara svona,“ segir Stefán Karel við karfan.is. Stefán Karel er aðeins 22 ára gamall en er engu að síður búinn að fá heilahristing fjórum sinnum á ferlinum. Nú síðast í fyrstu umferð Dominos-deildarinnar. Þá var þessi stóri og sterki strákur að spila sinn fyrsta leik fyrir ÍR gegn sínu gamla félagi, Snæfelli. Það endaði ekki vel því Stefán var fluttur upp á spítala.Sjá einnig: Stefán Karel: Maður hefur bara einn haus „Ég ætlaði að snúa mér með boltann í átt að körfunni og fæ þá leikmann úr hinu liðinu beint á blindu hliðina. Þá slokknuðu ljósin og ég man ekki neitt,“ sagði Stefán Karel við Vísi þann 12. október síðastliðinn. Hann vankaðist og varð að eyða nóttinni á sjúkrahúsi. Þar kom í ljós að hann hafði fengið heilahristing. Enn eina ferðina. Þá var hann engu að síður enn ákveðinn í því að halda áfram. „Ég ætla að meta þetta viku eftir viku. Ekki flýta mér og komast aftur á gólfið sem fyrst. Ég ætla ekki að hætta strax. Ekki á meðan maður er enn með smá vit í kollinum,“ segir Stefán léttur en hann tekur þetta þó alvarlega. Ég þarf að taka þetta alvarlega. Ég þarf að passa mig betur. Maður hugsar ekki um að maður þurfi að hætta 22 ára gamall en maður hefur bara einn haus og þarf að hugsa með honum.“
Dominos-deild karla Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik