Erlent

Mannskætt lestarslys í Pakistan

Frá vettvangi slyssins en um þúsund manns voru um borð í lestunum þegar þær skullu saman.
Frá vettvangi slyssins en um þúsund manns voru um borð í lestunum þegar þær skullu saman. vísir/epa
Að minnsta kosti sautján eru látnir og um fimmtíu slasaðir eftir að tvær lestir, með um þúsund manns innanborðs, skullu saman í pakistönsku hafnarborginni Karachi í morgun.

Vitni segja að önnur lestin hafi komið á fullri ferð inn á lestarstöðina í borginni og ekið aftan á aðra lest sem var þar kyrrstæð. Björgunarfólk er enn að störfum í brakinu en óljóst er enn hversu margir eru sárir eða látnir.

Lestarslys eru algeng í Pakistan enda er hið viðamikla lestarkerfi, sem Bretar byggðu upp á nýlendutímanum ein helsta samgönguæð landsins. Ástand kerfisins hefur hinsvegar versnað til muna síðustu áratugi vegna spillingar hjá embættismönnum og ónógri fjárfestingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×