Flæðir yfir vegi og slitlag fýkur í burtu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 22:16 Malbik hefur fokið af við Kolgrafabrú á Snæfellsnesi. vísir/vilhelm „Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær. Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Ég var þarna á ferð áðan og það var ágætur vatnsflaumur þarna,“ segir Jón Elfar Hjörleifsson bóndi á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit. Miklar leysingar eru þar á slóðum sem stendur og sökum þess flæðir vatn yfir Miðbrautina milli Hrafnagils og Laugalands. Vegurinn er ófær nema vel út búnum bílum sem stendur. „Vegurinn liggur í mýri og sígur þarna reglulega eftir því hvernig viðrar. Það er búið að vera mikill vindur síðan um kaffileitið og það er brjálað rok núna og það virðist bara hvessa. Það munaði litlu að hárið fyki af kollinum á mér,“ segir Jón. Svæðið hefur sloppið við ofankomu og er því aðeins um leysingavatn úr fjöllunum að ræða. Þetta er ekki eini staðurinn á landinu þar sem óveður hefur áhrif á vegi eða færð. Svo hvasst er á norðanverðu Snæfellsnesi að malbikið við Kolgrafarbrú er að flettast af á köflum. Ekkert ferðaveður er þar um slóðir. Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að verulega hvasst sé undir Hafnarfjalli og má gera ráð fyrir hviðum allt að fimmtíu metrum á sekúndu. Ófært er á mörgum vegum á vestur- og norðvestur hluta landsins og í raun allt að Mývatni. Vegir á Suðurlandi eru auðir að mestu en þar má gera ráð fyrir hvassviðri og þoku. Hálkublettir eru á fáeinum vegum á Vesturlandi og er Fróðárheiði lokuð. Mjög hvasst og hált er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku en þeim vegum var lokað í gær.
Veður Tengdar fréttir Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54 Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54 Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58 Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fleiri vegum lokað: Veðrið nær brátt hámarki norðvestanlands Áfram er vont veður víða um land, þó farið sé að draga úr vindi suðvestanlands. 12. mars 2016 15:54
Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu "Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. 13. mars 2016 20:54
Heiðum á Vesturlandi lokað Vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Fróðárheiði hefur verið lokað vegna óveðurs. 12. mars 2016 12:58
Annir hjá björgunarsveitum vegna veðurs Flest verkefnin hafa verið á Vestfjörðum og mest í Bolungarvík. 13. mars 2016 21:34