Afhenti BUGL hljóðfæri: „Tónlist getur gert mikið fyrir geðræna sjúkdóma“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 17:13 Ólafur ásamt starfsfólki BUGL, starfsfólki Hljóðfærahússins og fjölskyldu Ingibjargar Melkorku málverk eftir hana prýða herbergið. mynd/landspítalinn „Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“ Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem mér datt í hug í kringum jólin. Ég vann íslensku bjartsýnisverðlaunin um áramótin og ákvað að slá þessu saman og nýta verðlaunaféð í eitthvað fallegt,“ segir tónlistarmaðurinn Ólafur Arnalds í samtali við Vísi. Í fyrradag afhenti hann Barna- og unglingageðdeild Landspítalans hljóðfæri á borð við píanó, gítara og ýmis konar slagverk. Ólafur segir að hann hafi farið á barnaspítalann og spurt hvort þau vanhagaði um eitthvað og þau vísuðu honum á BUGL. Í kjölfarið fór hann í heimsókn þangað. „Þegar ég kom þarna þá hafði verið þarna mikill myglusveppur og verið að taka húsnæðið í gegn. Þau fengu mér herbergi og ég mátti í raun innrétta það að vild,“ segir Ólafur. Auk hljóðfæranna eru í herberginu málverk eftir stelpu sem dvaldist á BUGL en lést með sviplegum hætti. „Hún var mjög klár málari og herbergið er tileinkað henni.“ Í skeyti sem Ólafur deilir á Facebook-síðu sinni segir hann að þeir sem dveljist á geðdeildum eigi það til að týnast í kerfinu. Eðli veikinda þeirra sé þannig að erfitt sé fyrir MRI-skanna að gera gagn en það að breyta andrúmsloftinu á staðnum geti gert kraftaverk. „Það er ótrúlegt hvað góð lýsing og tónlist geta gert upp á bata fólks sem glímir við geðræn vandamál. Það hefur verið sýnt fram á að tónlist, og bara listir almennt, geti haft jákvæð áhrif á slíka sjúkdóma og oftar en ekki er ákveðin tenging þarna á milli,“ segir Ólafur. Ólafur naut aðstoðar Hljóðfærahússins en verslunin útvegaði hljóðfærin og veitti afslátt á verðinu til að hægt væri að fá sem mest inn á deildina. „Ég hef einnig verið í sambandi við vini mína upp á að bjóða upp á tónlistarkennslu þarna eða að mæta og taka smá „jam-session“ með krökkunum,“ segir Ólafur sem útilokar ekki að gera svipaða hluti á öðrum stofnunum. „Ég trúi mjög á lækningarmátt tónlistar og myndi vilja koma þessu á fleiri staði en sem stendur langar mig að halda áfram að vinna með BUGL.“
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira