Segir forsætisráðherra vinna skemmdarverk Una Sighvatsdóttir skrifar 13. mars 2016 18:45 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra." Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir það ábyrgðarleysi að velta Vífilsstaðaleiðinni ekki fyrir sér fyrst yfirvöld í Garðabæ bjóði staðinn fram. Ef marka má yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar á föstudag munu stjórnvöldá á næstunni eiga viðræður við bæjarstjórn Garðabæjar um þann möguleika að reisa nýjan Landspítala á Vífilsstöðum, í stað Hringbrautar, þar sem framkvæmri eru þegar hafnar. Ljóst er að Íslendingum er annt um Landspítalann, því um fjórðungur þjóðarinnar, 84.277 manns þegar þetta er ritað, hafa skrifað undir ákall Kára Stefánssonar um endurreisn heilbrigðiskerfisins og er undirskriftarsöfnunin þar með orðin sú fjölmennasta í Íslandssögunni. Kári segist hinsvegar ekki geta litið á útspil forsætisráðherra sem svar við því ákalli.Býr til deilur og tafir „Mér finnst það dálítið skringilegt hjá forsætisráðherra þegar hann loksins tjáir sig um heilbrigðismál að hann skuli ruglast í ríminu á þennan hátt og fara að tjá sig um skipulagsmál," segir Kári. „Með þessu útspili er hann að búa til deilur, með þessu útspili er hann að tefja, raunverulega að stangast á við þessar 84 þúsund manns sem eru búin að skrifa undir þennan undirskriftarlista. Ef við værum að byrja upp á nýtt og ekkert hefði verið í það lagt þá væri ekkert óskynsamlegt að velta fyrir sér ólíkum staðsetingum, en núna á þessu augnabliki er þetta skemmdarverk."Páll Matthíasson forstjóri Landspítala sagði í samtali við fréttastofu á föstudag að spítalinn væri svo yfirfullur að það væri orðin öryggisógn. Þá hafði sjúkrarúmum verið komið upp í bílageymslu bráðamóttökunnar sem varrúðarráðstöfun fyrir helgina.Vegið að stjórnarsamstarfinu? Forstjóri Landspítalans hefur gagnrýnt það að forsætisráðherra setji málið í uppnám án nokkurs samráðs við heilbrigðisstarfsfólk. Kári tekur undir þetta. „Það sem gerir þetta ennþá skrýtnara er að hann gerir þetta án þess að ræða við heilbrigðismálaráðherra. Og það sem meira er, hann vegur að vissu leyti að þeim forsendum fyrrir ríkisfjármálum sem fjármálaráðherra hefur sett. Þannig að ef það er einhver skynsemi á bak við þetta útspil forsætisráðherra þá er það tjáning á vilja hans til að sprengja þessa ríkisstjórn í loft upp, vegna þess að þetta er svo kolvitlaust.Ætlaði ekki að beina spjótum gegn ríkisstjórninni Kári stefnir að því að ljúka undirskriftarsöfnunninni innan þriggja vikna og efna þá til pallborðsumræða um endurreisnina. „Hugmyndin var sú að reyna að gera það á þann máta að það yrði ekki litið á þetta sérstaklega sem gagnrýni á núverandi ríkisstjórn en það má vel vera að það breytist með þessu útspili forsætisráðherra."
Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira