Enski boltinn

Aron Einar lagði upp mark í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Landsliðsfyrirliðinn í leik með Cardiff.
Landsliðsfyrirliðinn í leik með Cardiff. vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson lagði upp mark Cardiff sem tapaði 2-1 fyrir Aston Villa á útivelli í ensku B-deildinni í dag.

Landsliðsfyrirliðinn spilaði allan leikinn fyrir Cardiff sem lenti undir á 24. mínútu, en Rickie Lambert jafnaði á 28. mínútu eftir undirbúning Arons.

Ellefu mínútum síðar kom Jonathan Kodijia heimamönnum í Villa yfir og Rudy Gestede jók svo forystuna í 3-1 af vítapunktinum í uppbótartíma.

Cardiff er í 22. sæti með 18 stig, en Aston Villa er að klifra upp töfluna eftir brösuga byrjun og sitja þeir í ellefta sætinu með 25 stig.

Ragnar Sigurðsson nældi sér í gult spjald þegar Fulham tapaði, 2-1, fyrir Brighton & Hove Albion á útivelli í sömu deild. Fulham leiddi í hálfleik, en glutraði forskotinu í síðari hálfleik.

Fulham er í tíunda sæti deildarinnar, en Brighton er í öðru sætinu með 38 stig.

Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Wolves sem tapaði 2-0 á heimavelli gegn Sheffield Wednesday. Wolves er í 21. sæti deildarinnar.

Hörður Björgvin Magnússon stóð vaktina í vörn Bristol sem tapaði 2-1 gegn Reading á útivelli, en Bristol er í þrettánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×