Katrín reyndi við Sjálfstæðismenn Snærós Sindradóttir skrifar 26. nóvember 2016 07:00 Katrínu Jakobsdóttur mistókst að mynda ríkisstjórn á meðan hún hafði stjórnarmyndunarumboðið. Hún kannaði þrjá möguleika áður en hún gekk á fund forseta og skilaði umboðinu. Vísir/Anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræddi við Bjarna Benediktsson um mögulegt stjórnarsamstarf með þriðja flokki áður en hún skilaði umboðinu til forseta Íslands fyrir hádegi í gær. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að Bjarni hafi hafnað tilboðinu þegar ekki kom til greina hjá Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín á að hafa lagt til þriggja flokka stjórn með Samfylkingu eða Pírötum þar sem Björt framtíð og Viðreisn hafa ekki slitið samstarfi sínu enn sem komið er. Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur gætu myndað þriggja flokka meirihluta á Alþingi með öllum þingflokkum en samanlagt vantar þá aðeins einn þingmann upp á til að hafa meirihluta á þingi. Þegar viðræður Vinstri grænna, Viðreisnar, Samfylkingar, Pírata og Bjartrar framtíðar runnu út í sandinn á miðvikudag reyndi Katrín að bjóða Framsóknarflokknum inn í stað Viðreisnar. Björt framtíð hafnaði þó að slíta samstarfinu við Viðreisn og Píratar útilokuðu Framsóknarflokkinn enn einu sinni. Þá hafði Katrín samband við Bjarna með áðurnefndri niðurstöðu áður en hún tók ákvörðun um að skila umboðinu til forseta. Að loknum fundi forseta og Katrínar ræddi Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands við fjölmiðla og tilkynnti að enginn fengi stjórnarmyndunarumboðið enn um sinn. Óformlegar viðræður formanna á þingi verði að eiga sér stað og stjórnmálamenn þurfi að rísa undir þeirri ábyrgð sem þeim er lögð á herðar.Benedikt Jóhannesson. Fréttablaðið/StefánGærdagurinn var þó helst til tíðindalítill. „Það virðist vera þannig að þegar upp úr slitnar þá er fólk dasað fyrst á eftir. Alla langaði til að þetta gengi en svo gekk þetta ekki og þá eru menn einhvern tíma að jafna sig,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Viðreisn hefur nú þegar tekið þátt í báðum stjórnarmyndunarviðræðunum en án árangurs. „Ég var mjög bjartsýnn í upphafi beggja viðræðna en kannski á maður eftir að læra væntingastjórnun.“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að nú geti ekki allir fengið sínar ýtrustu kröfur uppfylltar. Þrátt fyrir heitstrengingar fyrir kosningar verði að horfast í augu við hver vilji kjósenda hafi verið. „Sjálfstæðisflokkurinn og VG eru á sitthvorum pólnum í stjórnmálum en það getur komið til þess að þeir þurfi að ná saman um ákveðin málefni ef önnur módel ganga ekki upp.“ Í síðustu viðræðum steytti á skattahækkunarhugmyndum Vinstri grænna. Guðlaugur segir öllum ljóst hver skattastefna Sjálfstæðisflokksins sé. „Ég held að nú þurfi fólk að draga andann djúpt. Þetta er búið að fara í nokkra hringi og það er ágætt að allir fari að hreinsa hugann og meta hvernig er best að gera þetta.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira