Viðhald situr á hakanum á yfirfullum deildum Landspítala Svavar Hávarðsson skrifar 26. nóvember 2016 07:15 Svo þröngt er setið á LSH að viðhald eldra húsnæðis er háð uppbyggingu nýja spítalans. Vísir/Pjetur Viðhald á mörgum af legudeildum Landspítalans er orðið mjög aðkallandi, enda húsnæðið áratuga gamalt. Allt húsnæði spítalans er hins vegar svo gjörnýtt að erfitt er að koma við viðhaldi innanstokks, því það er ekki hægt að flytja starfsemi legudeildanna annað. Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans, segir viðhald utanhúss á mörgum af stærri húsum Landspítalans hafa staðið yfir undanfarin ár. Það er ekki beinlínis tengt fréttum af myglu og heilsutengdum vanda starfsmanna spítalans en þekkt mygluvandamál hafa verið í aðalbyggingu og á geðdeild spítalans við Hringbraut, endurhæfingardeildinni á Grensás og víðar. Þá hefur viðhald innanhúss einnig verið í gangi undanfarin ár, þar á meðal í aðalbyggingunni, einni álmu kvennadeildar og geðdeildarbyggingunni við Hringbraut, Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og í húsnæði endurhæfingardeildarinnar við Grensás. „Síðan erum við að vinna ýmis smærri verkefni vegna lagna sem hafa gefið sig. Skýringin er sú að stærsti hluti okkar húseigna er fimmtíu til áttatíu ára gamall – og fermetrarnir eru um 150.000. Því hefur mátt rekja staðbundnar rakaskemmdir til bilana í lagnakerfum. Uppbygging húsanna frá þessum árum er þannig að leki getur hafa verið að grassera í langan tíma áður en hann kemur fram,“ segir Aðalsteinn og bætir við að oft þurfi að ljúka framkvæmdum utanhúss áður en viðhald hefst innanhúss – en það viðhald er langt á eftir áætlun eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Er þar búið að framkvæma fjórðung af því sem áætlun verkfræðistofunnar Eflu gerði ráð fyrir árin 2014 til 2016. „Vandinn hjá okkur er að spítalinn er svo yfirfullur af starfsemi að erfitt eða útilokað er að loka af heilu hæðunum í nægilega langan tíma til að sinna viðhaldi. Það setur okkur afar þröngar skorður. Nefna má átta til níu af legudeildum okkar sem við höfum skoðað sérstaklega með tilliti til aldurs og ástands. Þar erum við með starfsemi allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þær ættu að vera komnar í endurnýjun fyrir nokkru síðan, enda orðnar 35 til 40 ára gamlar og hafa ekki fengið æskilega endurnýjun, og þar er því allt orðið slitið hvort sem það eru innréttingar eða hreinlætistæki og slíkt. Við erum að lenda í því að skólp- og vatnslagnir eru að gefa sig eins og vænta mátti,“ segir Aðalsteinn og játar því að hendur þeirra sem sinna viðhaldi séu í raun bundnar þangað til nýtt húsnæði spítalans rís. „Við gátum þetta fyrst eftir sameiningu spítalanna – þá var borð fyrir báru. Síðan hefur starfsemi spítalans fyllt upp í hvert rými sem gerir viðhaldsvinnuna erfiðari. Þess vegna safnast verkefnin upp. Þó að fjármunir til viðhaldsins fáist þá komumst við illa að, vegna þess hversu mikil starfsemi er í húsunum,“ segir Aðalsteinn. „Þessi sala á eignum FM-húsa kom okkur hjá Hafnarfjarðarbæ á óvart og vissum við ekki um söluna á þessum eignum fyrr en búið var að selja fyrirtækið,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Í framhaldinu munum við skoða öll málsskjöl og fara ítarlega ofan í málið. Að öðrum kosti get ég ekki tjáð mig um þessa sölu núna.“ Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir samningana sem Hafnarfjarðarbær eigi við FM-hús vera mjög hagstæða fyrir bæjarfélagið. Nú muni fara í hönd endurskipulagning á fyrirtækinu og eignir hreinsaðar úr því þannig að aðeins standi eftir skólahúsin fjögur, þrjú í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ. „Reginn hefur sérhæft sig í samstarfi við opinbera aðila um rekstur fasteigna. Það hefur gengið mjög vel til að mynda með Egilshöll í Reykjavík þar sem við erum í góðu sambandi við borgina,“ segir Helgi. Helgi segir það ekki útilokað að selja Hafnarfjarðarbæ þessar eignir í fyllingu tímans. „Það kemur allt til greina í þessum efnum,“ segir Helgi.110% nýting – 85% er æskilegtRúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau viðmið sem alþjóðlega teljast ásættanleg.Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting.Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýtingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði.Þessar tölur þýða í raun gangainnlagnir, verri þjónustu og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Viðhald á mörgum af legudeildum Landspítalans er orðið mjög aðkallandi, enda húsnæðið áratuga gamalt. Allt húsnæði spítalans er hins vegar svo gjörnýtt að erfitt er að koma við viðhaldi innanstokks, því það er ekki hægt að flytja starfsemi legudeildanna annað. Aðalsteinn Pálsson, deildarstjóri fasteignadeildar Landspítalans, segir viðhald utanhúss á mörgum af stærri húsum Landspítalans hafa staðið yfir undanfarin ár. Það er ekki beinlínis tengt fréttum af myglu og heilsutengdum vanda starfsmanna spítalans en þekkt mygluvandamál hafa verið í aðalbyggingu og á geðdeild spítalans við Hringbraut, endurhæfingardeildinni á Grensás og víðar. Þá hefur viðhald innanhúss einnig verið í gangi undanfarin ár, þar á meðal í aðalbyggingunni, einni álmu kvennadeildar og geðdeildarbyggingunni við Hringbraut, Barna- og unglingageðdeildinni á Dalbraut og í húsnæði endurhæfingardeildarinnar við Grensás. „Síðan erum við að vinna ýmis smærri verkefni vegna lagna sem hafa gefið sig. Skýringin er sú að stærsti hluti okkar húseigna er fimmtíu til áttatíu ára gamall – og fermetrarnir eru um 150.000. Því hefur mátt rekja staðbundnar rakaskemmdir til bilana í lagnakerfum. Uppbygging húsanna frá þessum árum er þannig að leki getur hafa verið að grassera í langan tíma áður en hann kemur fram,“ segir Aðalsteinn og bætir við að oft þurfi að ljúka framkvæmdum utanhúss áður en viðhald hefst innanhúss – en það viðhald er langt á eftir áætlun eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Er þar búið að framkvæma fjórðung af því sem áætlun verkfræðistofunnar Eflu gerði ráð fyrir árin 2014 til 2016. „Vandinn hjá okkur er að spítalinn er svo yfirfullur af starfsemi að erfitt eða útilokað er að loka af heilu hæðunum í nægilega langan tíma til að sinna viðhaldi. Það setur okkur afar þröngar skorður. Nefna má átta til níu af legudeildum okkar sem við höfum skoðað sérstaklega með tilliti til aldurs og ástands. Þar erum við með starfsemi allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þær ættu að vera komnar í endurnýjun fyrir nokkru síðan, enda orðnar 35 til 40 ára gamlar og hafa ekki fengið æskilega endurnýjun, og þar er því allt orðið slitið hvort sem það eru innréttingar eða hreinlætistæki og slíkt. Við erum að lenda í því að skólp- og vatnslagnir eru að gefa sig eins og vænta mátti,“ segir Aðalsteinn og játar því að hendur þeirra sem sinna viðhaldi séu í raun bundnar þangað til nýtt húsnæði spítalans rís. „Við gátum þetta fyrst eftir sameiningu spítalanna – þá var borð fyrir báru. Síðan hefur starfsemi spítalans fyllt upp í hvert rými sem gerir viðhaldsvinnuna erfiðari. Þess vegna safnast verkefnin upp. Þó að fjármunir til viðhaldsins fáist þá komumst við illa að, vegna þess hversu mikil starfsemi er í húsunum,“ segir Aðalsteinn. „Þessi sala á eignum FM-húsa kom okkur hjá Hafnarfjarðarbæ á óvart og vissum við ekki um söluna á þessum eignum fyrr en búið var að selja fyrirtækið,“ segir Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar. „Í framhaldinu munum við skoða öll málsskjöl og fara ítarlega ofan í málið. Að öðrum kosti get ég ekki tjáð mig um þessa sölu núna.“ Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir samningana sem Hafnarfjarðarbær eigi við FM-hús vera mjög hagstæða fyrir bæjarfélagið. Nú muni fara í hönd endurskipulagning á fyrirtækinu og eignir hreinsaðar úr því þannig að aðeins standi eftir skólahúsin fjögur, þrjú í Hafnarfirði og eitt í Garðabæ. „Reginn hefur sérhæft sig í samstarfi við opinbera aðila um rekstur fasteigna. Það hefur gengið mjög vel til að mynda með Egilshöll í Reykjavík þar sem við erum í góðu sambandi við borgina,“ segir Helgi. Helgi segir það ekki útilokað að selja Hafnarfjarðarbæ þessar eignir í fyllingu tímans. „Það kemur allt til greina í þessum efnum,“ segir Helgi.110% nýting – 85% er æskilegtRúmanýting á Landspítalanum er komin langt yfir þau viðmið sem alþjóðlega teljast ásættanleg.Viðmiðið á Landspítalanum og öllum sambærilegum sjúkrahúsum í heiminum er um 85 prósent rúmanýting.Samkvæmt samantekt sem unnin var fyrir Fréttablaðið hefur rúmanýtingin nú í nóvember hins vegar verið 100 prósent á spítalanum í heild og farið svo hátt sem 102 til 110 prósent á einstökum sviðum og hæst á flæði-, lyflækninga- og skurðlækningasviði.Þessar tölur þýða í raun gangainnlagnir, verri þjónustu og minna öryggi – ekki síst vegna aukinnar sýkingarhættu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira