Innlent

Fór niður Goðafoss á kajak

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Matze hefur áður farið niður Goðafoss.
Matze hefur áður farið niður Goðafoss. Mynd/Vilhjálmur Grímsson
Þýski ofurhuginn Matze Brustmann gerði sér lítið fyrir í vikunni og fór niður Goðafoss á kajak. Telja staðkunnugir menn að þetta sé í fyrsta sinn sem einhver fer á kajak niður fossinn að vetrarlagi.

Vilhjálmur Grímsson var viðstaddur þegar Brustmann fór niður fossinn. Í samtali við Vísi segir Vilhjálmur að með Brustmann hafi verið heilmikið lið sem hafi verið að taka myndir fyrir kajak-tímarit. Fór Brustmann tvær ferðir niður austari kvísl Goðafoss sem er lægri en sú vestari.

Brustmann er ekki ókunnugur Íslandi en árið 2010 kom hann hingað til lands og fór niður alla helstu fossa Skjálfandafljóts, Goðafoss, Ullarfoss og Aldeyjarfoss. Varð hann meðal annars annar maðurinn til þess að fara niður Aldeyjarfoss en var það fyrst gert árið 1995. Segir Valdimar að hann hafi verið nokkuð lemstraður eftir ferð sína niður Aldeyjarfoss á sínum tíma og meðal annars sprengt hljóðhimnu.

Líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Vilhjálmur tók er Goðafoss í vetrarbúningi en tókst svaðilför Brustmann vel.

Goðafoss er í vetrarbúningi.Mynd/Vilhjálmur Grímsson
Mynd/Vilhjálmur Grímsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×