Fjölskylda Ninu Simone æf vegna nýrrar kvikmyndar um tónlistarkonuna Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2016 20:23 Zoe Saldana leikur Simone en aðdáendur tónlistarkonunnar gagnrýna harkalega að húðlitur leikkonunnar virðist hafa verið gerður dekkri fyrir hlutverkið. Vísir/YouTube/Getty Fjölskylda tónlistarkonunnar sálugu, Ninu Simone, er ævareið vegna væntanlegrar kvikmyndar sem byggð er á ævi hennar. Stikla úr myndinni Ninu var frumsýnd í gær þar sem leikkonan Zoe saldana fer með hlutverk Simone. Myndin hefur verið í bígerð í þó nokkurn tíma en miklar tafir hafa orðið á framleiðslu hennar. Þegar fregnir bárust af því árið 2012 að Saldana færi með hlutverk tónlistarkonunnar heyrðust strax gagnrýnisraddir sem sögðu húðlit leikkonunnar vera „of ljósan“, en Saldana er Bandaríkjamaður af suður-amerískum uppruna.Í stiklunni virðist húð leikkonunnar hafa verið gerð dekkri fyrir hlutverkið og gagnrýndu aðdáendur Ninu Simone það harðlega og sögðu það vera vanvirðingu við arfleið hennar. Í kjölfar þeirrar gagnrýni vitnaði Saldana í Simone sjálfa á Twitter síðu sinni:"I'll tell you what freedom is to me- No Fear... I mean really, no fear." #NinaSimone— Zoe Saldana (@zoesaldana) March 2, 2016 Sem féll í grýttan jarðveg fjölskyldu tónlistarkonunnar sem bað Saldana um að gera það aldrei aftur:.@zoesaldana Cool story but please take Nina's name out your mouth. For the rest of your life.— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Á sínum tíma þegar tilkynnt var að Saldana myndi leika Simone sagði dóttir tónlistarkonunnar, Lisa, við The New York Times að móðir hennar hefði mátt þola mikið aðkast vegna útlits síns. „Móðir mín ólst upp á þeim tíma þar sem hún var sögð vera með of breitt nef og of dökkan húðlit. Útlitslega séð var þetta val ekki besti kosturinn.“ Fjölskylda Ninu Simone sagði í gær að hún vonaðist til að fólk færi að átta sig á því hversu sársaukafullt væri að sjá þá mynd sem dregin er upp af tónlistarkonunni:Hopefully people begin to understand this is painful. Gut-wrenching, heartbreaking, nauseating, soul-crushing. It shall pass, but for now...— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Í kjölfarið birti fjölskyldan brot úr lögunum Go To Hell og The Blackness. Þá hvatti hún til þess að tónleikahaldarar myndu efna til heiðurstónleika fyrir tónlistarkonuna á frumsýningardegi myndarinnar.Nina Simone fæddist árið 1933 í Norður-Karónlínu. Hún var skírð Eunice Waymon en tók nafni Nina Simone árið 1954 til að leyna því fyrir móður sinni að hún væri að leika jass og blús á veitingastað í Atlanta-borg, en móðir hennar var á því á þeim tíma að það væri tónlist djöfulsins. Hún hljóðritaði rúmlega 40 plötur á ferlinu en hún lést 70 ára gömul árið 2003. Kvikmyndin Nina verður frumsýnd í apríl. Þeir sem eru áhugasamir um þessa mögnuðu tónlistarkonuna geta nú þegar horft á heimildarmynd um ævi hennar, What Happened, Miss Simone?, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár. Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Fjölskylda tónlistarkonunnar sálugu, Ninu Simone, er ævareið vegna væntanlegrar kvikmyndar sem byggð er á ævi hennar. Stikla úr myndinni Ninu var frumsýnd í gær þar sem leikkonan Zoe saldana fer með hlutverk Simone. Myndin hefur verið í bígerð í þó nokkurn tíma en miklar tafir hafa orðið á framleiðslu hennar. Þegar fregnir bárust af því árið 2012 að Saldana færi með hlutverk tónlistarkonunnar heyrðust strax gagnrýnisraddir sem sögðu húðlit leikkonunnar vera „of ljósan“, en Saldana er Bandaríkjamaður af suður-amerískum uppruna.Í stiklunni virðist húð leikkonunnar hafa verið gerð dekkri fyrir hlutverkið og gagnrýndu aðdáendur Ninu Simone það harðlega og sögðu það vera vanvirðingu við arfleið hennar. Í kjölfar þeirrar gagnrýni vitnaði Saldana í Simone sjálfa á Twitter síðu sinni:"I'll tell you what freedom is to me- No Fear... I mean really, no fear." #NinaSimone— Zoe Saldana (@zoesaldana) March 2, 2016 Sem féll í grýttan jarðveg fjölskyldu tónlistarkonunnar sem bað Saldana um að gera það aldrei aftur:.@zoesaldana Cool story but please take Nina's name out your mouth. For the rest of your life.— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Á sínum tíma þegar tilkynnt var að Saldana myndi leika Simone sagði dóttir tónlistarkonunnar, Lisa, við The New York Times að móðir hennar hefði mátt þola mikið aðkast vegna útlits síns. „Móðir mín ólst upp á þeim tíma þar sem hún var sögð vera með of breitt nef og of dökkan húðlit. Útlitslega séð var þetta val ekki besti kosturinn.“ Fjölskylda Ninu Simone sagði í gær að hún vonaðist til að fólk færi að átta sig á því hversu sársaukafullt væri að sjá þá mynd sem dregin er upp af tónlistarkonunni:Hopefully people begin to understand this is painful. Gut-wrenching, heartbreaking, nauseating, soul-crushing. It shall pass, but for now...— Nina Simone (@NinaSimoneMusic) March 3, 2016 Í kjölfarið birti fjölskyldan brot úr lögunum Go To Hell og The Blackness. Þá hvatti hún til þess að tónleikahaldarar myndu efna til heiðurstónleika fyrir tónlistarkonuna á frumsýningardegi myndarinnar.Nina Simone fæddist árið 1933 í Norður-Karónlínu. Hún var skírð Eunice Waymon en tók nafni Nina Simone árið 1954 til að leyna því fyrir móður sinni að hún væri að leika jass og blús á veitingastað í Atlanta-borg, en móðir hennar var á því á þeim tíma að það væri tónlist djöfulsins. Hún hljóðritaði rúmlega 40 plötur á ferlinu en hún lést 70 ára gömul árið 2003. Kvikmyndin Nina verður frumsýnd í apríl. Þeir sem eru áhugasamir um þessa mögnuðu tónlistarkonuna geta nú þegar horft á heimildarmynd um ævi hennar, What Happened, Miss Simone?, sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira