Lífið

Keyrði í bæinn frá Selfossi og beið í alla nótt fyrir ársbirgðir af kleinuhringjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnlaugur Friðberg beið í alla nótt í Kópavoginum.
Gunnlaugur Friðberg beið í alla nótt í Kópavoginum. vísir
Þriðji Dunkin' Donuts staðurinn á Íslandi var opnaður klukkan níu í dag í Hagasmára í Kópavogi. Upp úr klukkan tólf í gærkvöldi voru sjö mættir í röð við staðinn en tuttugu fyrstu viðskiptavinirnir fengu ársbirgðir kleinuhringjum.

Staðurinn er inni í 10-11 versluninni á Shellstöðinni við Smáralind. Hann tekur um 25 manns í sæti og eins geta viðskiptavinir keypt veitingar í bílalúgu, en staðurinn er sá fyrsti í Evrópu sem veitir slíka þjónustu.

Þegar átt er við ársbirgðir þá er verið að tala um sex kleinuhringi í kassa í 52 vikur. Gunnlaugur Friðberg Margrétarson var einn þeirra sem beið í alla nótt og var hann nokkuð sáttur með verðlaunin í morgun. Hann keyrði alla leið frá Selfossi til að eiga möguleika á ársbirgðunum. 

Á næstu 4 fjórum árum stendur til að opna 13 staði til viðbótar og verða þeir bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess.

Hjörvar mætti fyrir hönd Brennslunnar á FM957.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×