Bláa spjaldið og sex sendingar | Nýjar reglur í handbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. mars 2016 12:13 Tveggja mínútna brottvísunin verður óbreytt í handboltareglunum. Vísir/Getty Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, tilkynnti í gær að fimm breytingar hafa verið gerðar á leikreglum í handbolta en þær munu taka gildi strax í sumar. Það þýðir að þær verða notaðar á Ólympíuleikunum í Ríó. Á heimasíðu sambandsins má sjá formlegar útskýringar [PDF-skjal] á reglubreytingunum sem voru prófaðar á HM yngri landsliða bæði í Brasilíu og Rússlandi. Samkvæmt tilkynningu sem sérsambönd fengu frá IHF fengu breytingar almennt góðar viðtökur, ekki síst frá leikmönnunum sjálfum.Ekkert vesti Fyrsta breytingin snýr að því að liðum er nú heimilt að tefla fram sjö útileikmönnum samtímis. Markvörðurinn er þá tekinn af velli en sjöundi útileikmaðurinn þarf ekki að klæðast vesti. Að sama skapi þýðir það að enginn útileikmannanna getur tekið að sér hlutverk markvarðar. Sé það gert og andstæðingurinn rændur upplögðu marktækifæri skal vítakast vera dæmt.Þriggja sókna bið Eftir því sem kemur fram í greinagerð IHF vill sambandið bregðast við því að leikmenn geri sér upp meiðsli á vellinum í þeim tilgangi að trufla takt leiksins og tefja hann. Telur IHF að of algengt sé að leikmenn sýni óíþróttamannslega hegðun með þessu. Til að að bregðast við þessu má leikmaður sem hefur fengið aðhlynningu á vellinum aðeins snúa aftur þegar lið hans hefur klárað þrjár heilar sóknir. Er það undir eftirlitsmanni á ritaraborði að fylgja þessu eftir.Leiktöf eftir sex sendingar Nú er það betur skilgreint hvenær dómarar geta dæmt leiktöf. Þegar höndin fer á loft til merkis um að leiktöf sé í vændum má sóknarlið að hámarki nota sex sendingar áður en skot er tekið að marki. Aukaköst eða varin skot í vörn núllstilla ekki talninguna á sendingum en ef að sóknarliðið fær aukakast eftir sex sendingar en áður en skot er tekið, fær liðið eina aukasendingu til að spila úr - eða þá að skjóta beint úr aukakastinu.Lokamínútan Árið 2010 var sú breyting gerð að harðari refsingar voru fyrir brot á lokamínútu leiks. Var það gert til að draga úr óíþróttamannslegri framkomu eða grófum brotum á lokamínútum leiks. Þessari reglu er haldið í grunninn óbreyttri nema að nú á þetta aðeins við á síðustu 30 sekúndum leiksins.Bláa spjaldið Nýtt spjald verður tekið í notkun og er það blátt. Bláa spjaldið fylgir rauða spjaldinu ef brotið er það alvarlegt að því eigi að fylgja skrifleg skýrsla sem aganefnd tekur fyrir á fundi. Getur því fylgt leikbann fyrir viðeigandi leikmenn. Að fá rauða spjaldið án þess bláa þýðir að leikmaður er útilokaður frá leiknum en tekur ekki út leikbann. Samkvæmt greinagerð er bláa spjaldið tekið í notkun til að taka af allan vafa fyrir áhorfendur og fjölmiðla hvort að skýrsla fylgi viðkomandi broti.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira