Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - KR 91-85 | Læti í Síkinu þegar Stólarnir unnu toppliðið Ísak Óli Traustason í Síkinu á Sauðárkróki skrifar 3. mars 2016 21:00 Stólarnir voru flottir í kvöld. Vísir/Stefán Það voru læti í Síkinu þegar að Tindastóll sigraði KR 91-85 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks og náðu góðu forskoti í fyrsta leikhluta og leiddu leikinn á tímabili 7-24. KR var að spila góða vörn og þeir voru að hitta vel í byrjun leiks og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 13-27. Anthony Gurley, leikmaður Tindastóls kom sterkur inn af bekknum og hann setti nokkra góða þriggja stiga körfur ofan í og kom heimamönnum aftur inn í leikinn ásamt því að vörn þeirra þéttist. Tindastóll var betri aðilinn í öðrum leikhluta og sigruðu hann 30 – 14 og leiddu leikinn í hálfleik 43-41. Anthony Gurley var kominn með 18 stig í hálfleik af bekknum á meðan að stigaskorið dreifðist á leikmenn KR. Helgi Már Magnússon var þeirra bestur í fyrri hálfleiknum og Michael Craion stóð fyrir sínu. Leikurinn mikil skemmtun og það hélt áfram í þriðja leikhluta. Heimamenn spiluðu þar frábæra vörn á gestina í KR sem að skoruðu aðeins 13 stig í leikhlutanum. Það var að koma framlag frá mörgum mönnum hjá Stólunum sem að voru komnir í góða stöðu að þriðja leikhluta loknum og leiddu leikinn 66-54. Gestirnir í KR voru langt frá því að gefast upp og byrjaði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR fjórða leikhlutann á því að skora þriggja stiga körfu og gaf tóninn. José Costa, þjálfari Tindastóls tók leikhlé eftir að aðeins 49 sekúndur voru liðnar af fjórða leikhluta til þess að skerpa leik sinna manna. Það virtist hafa góð áhrif því að KR náðu aðeins að minnka muninn í 5 stig á einum tímapunkti í leikhlutanum og heimamenn voru alltaf einu skrefi á undan. Stólarnir kláruðu síðan leikinn á vítalínunni í lokinn og gríðarlega sterkur sigur þeirra á mjög góðu liði KR því staðreynd. Hjá heimamönnum var Anthony Gurley bestur en hann var með 26 stig og setti niður stórar körfur í þessum leik. Hann skaut líka 5/6 í þriggja stiga skotum sem gerir 83% nýtingu. Pétur Rúnar Birgisson var góður vörn og sókn og stýrði leiknum vel, hann skoraði 13 stig og gaf 6 stoðsendingar. Darrel Lewis skilaði 21 stigi í kvöld og var flottur en annars voru margir að spila vel í liði heimamanna. Viðar Ágústsson og Pétur Rúnar spiluðu flotta vörn á Pavel Ermolinskij sem endaði einungis með 4 stig og 6 tapaða bolta. Hjá KR var Michael Craion bestur með 21 stig og 13 fráköst. Helgir Már Magnússon var að skjóta vel og skoraði 18 stig, hann skaut 5/7 í þriggja stiga sem að er frábær nýting. Gestirnir í KR fundu greinilega fyrir brotthvarfi Ægis Þórs Steinarssonar leikstjórnanda síns í kvöld og tapa fyrsta leiknum sínum án hans. Sigurinn fleytir Stólunum upp 5.sæti deildarinnar með 24 stig en KR tróna ennþá á toppnum með 32 stig.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/HannaFinnur: Við byrjuðum sterkt en svo fjaraði þetta út hjá okkur „Það er alltaf gaman að koma á Krókinn, við eigum góðar minningar hérna”, sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Það er góður stuðningur hérna og þetta er skemmtilegt hús að spila í”, sagði Finnur. „Við byrjuðum sterkt en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Varnarlega missum við dampinn og Anthony Gurley kemur flottur inn af bekknum og það er munur að hafa svona kalla á bekknum en þeir voru bara betri”, sagði hann. „Það er erfitt að taka eitthvað jákvætt úr tapleikjum en við eigum tvo leiki eftir fram að úrslitakeppninni og þurfum aðeins að slípa okkur saman en við erum búnir að vera á góðu „rönni“ og vinna einhverja 10 eða 11 leiki í röð þannig að það hlaut að koma að því að við myndum missa einn”, sagði Finnur. Þegar að hann var spurður út í frammistöðu dómaranna sagði hann að ,,þeir finna sína línu sem þeir reyna að halda”. „Við leyfðum þeim að ýta okkur allt of mikið út, Pavel lét það fara í taugarnar á sér að það væri verið að lemja í hendurnar á honum en það verður að vera harðari en þetta”, sagði hann. „Tindastóll voru betri í leiknum og þess vegna töpuðum við”, sagði hann að lokum.José Costa, þjálfari Tindastóls.Vísir/ErnirCosta: Að sigra KR er nóg til þess að verða glaður „Ég er mjög ánægður núna, að sjá húsið svona, margir stuðningsmenn að styðja okkar lið sem að er ánægjulegt að sjá og við erum í þessu saman”, sagði José Costa, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Spurður út í slaka byrjun sinna manna á leiknum sagði hann: „Við erum enn og aftur að gera það saman, ekki byrja leikina nógu vel”. „Við byrjuðum með Gurley í síðasta leik og voru lágvaxnir og byrjuðum ekki vel en núna byrjum við Myron og erum hávaxnir og byrjum ekki vel ég veit ekki hvað er málið en við þurfum að breyta einhverju, hvort það sé í klefanum, ég veit það ekki en við þurfum að fara að byrja leikina betur”, sagði spænski þjálfarinn. Costa sagði að KR væru erfiðir andstæðingar og að það gætu allir í liði þeirra skorað. „Við erum að berjast allan leikinn og það er mikilvægt að vera með karakter þegar að við erum að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina”, sagði hann þegar að hann var spurður út í karakterinn í liði sínu. Þegar að hann var síðan spurður út í jákvæðu hlutina sagði hann að hann hefði séð margar jákvæða hluti og ætti eftir að horfa á leikinn aftur ,,en að sigra KR er nóg til þess að verða glaður og vita það að við unnum besta liðið í landinu”.Helgi Freyr Margeirsson.Vísir/ErnirHelgi Freyr: Þetta er að smella Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls var ánægður í leikslok og þegar að hann var spurður út í það hvernig tilfinningin væri sagði hann að hún væri mjög góð. „Að finna stemmninguna í húsinu, það eru allir að vakna núna. Þetta er búið að vera erfiður vetur en ég held að strengirnir eru að verða stilltir”, sagði Helgi. Aðspurður út í það hvort þeir væru að fara að verða klárir fyrir úrslitakeppnina sagði hann að ,,við erum að verða það, við byrjum leikinn hérna ekki vel og staðan var 7-25 og það gengur ekkert upp að byrja leiki svona og við þurfum að byrja fyrr, við getum ekki verið að elta og koma okkur inn í leikina alltaf en við klárlega spiluðum nógu vel til þess að vinna leikinn hérna í dag”. Þegar að Helgi var spurður út í það hvort hann væri ánægður með karakterinn í liði sínu sagði hann að þetta sé rosalega þéttur hópur á Króknum. „Svo erum við með sterkasta baklandið í landinu, ég get svarið fyrir það”, sagði Helgi. „Það eru hvergi betri stuðningsmenn eða bakland á bak við deild eins og hérna. Við finnum þetta og það eru allir að þjappa sér saman núna og ég held að fólk sé að fara að komast í þessa úrslitakeppnisstemningu og við erum að verða tilbúnir”, sagði Helgi. „Dempsey er flottur leikmaður, Anthony hjálpaði okkur mikið í dag”, sagði hann þegar að hann var spurður út í endurkomu Myron Dempsey til liðsins. „Við þurfum alltaf að spila eins og lið og ef að við náum vörninni sem að við náðum hérna í kvöld og að halda KR í 80 stigum, þeir skoruðu reyndar 11 stig á seinustu mínútinni þannig að þetta var ennþá betra en það lítur út hérna í lokin”, sagði Helgi. „Þetta er að smella”, sagði Helgi að lokum og gekk ánægður í burtu.Tweets by @visirkarfa4 Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Það voru læti í Síkinu þegar að Tindastóll sigraði KR 91-85 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Gestirnir mættu ákveðnir til leiks og náðu góðu forskoti í fyrsta leikhluta og leiddu leikinn á tímabili 7-24. KR var að spila góða vörn og þeir voru að hitta vel í byrjun leiks og staðan að loknum fyrsta leikhluta var 13-27. Anthony Gurley, leikmaður Tindastóls kom sterkur inn af bekknum og hann setti nokkra góða þriggja stiga körfur ofan í og kom heimamönnum aftur inn í leikinn ásamt því að vörn þeirra þéttist. Tindastóll var betri aðilinn í öðrum leikhluta og sigruðu hann 30 – 14 og leiddu leikinn í hálfleik 43-41. Anthony Gurley var kominn með 18 stig í hálfleik af bekknum á meðan að stigaskorið dreifðist á leikmenn KR. Helgi Már Magnússon var þeirra bestur í fyrri hálfleiknum og Michael Craion stóð fyrir sínu. Leikurinn mikil skemmtun og það hélt áfram í þriðja leikhluta. Heimamenn spiluðu þar frábæra vörn á gestina í KR sem að skoruðu aðeins 13 stig í leikhlutanum. Það var að koma framlag frá mörgum mönnum hjá Stólunum sem að voru komnir í góða stöðu að þriðja leikhluta loknum og leiddu leikinn 66-54. Gestirnir í KR voru langt frá því að gefast upp og byrjaði Pavel Ermolinskij, leikmaður KR fjórða leikhlutann á því að skora þriggja stiga körfu og gaf tóninn. José Costa, þjálfari Tindastóls tók leikhlé eftir að aðeins 49 sekúndur voru liðnar af fjórða leikhluta til þess að skerpa leik sinna manna. Það virtist hafa góð áhrif því að KR náðu aðeins að minnka muninn í 5 stig á einum tímapunkti í leikhlutanum og heimamenn voru alltaf einu skrefi á undan. Stólarnir kláruðu síðan leikinn á vítalínunni í lokinn og gríðarlega sterkur sigur þeirra á mjög góðu liði KR því staðreynd. Hjá heimamönnum var Anthony Gurley bestur en hann var með 26 stig og setti niður stórar körfur í þessum leik. Hann skaut líka 5/6 í þriggja stiga skotum sem gerir 83% nýtingu. Pétur Rúnar Birgisson var góður vörn og sókn og stýrði leiknum vel, hann skoraði 13 stig og gaf 6 stoðsendingar. Darrel Lewis skilaði 21 stigi í kvöld og var flottur en annars voru margir að spila vel í liði heimamanna. Viðar Ágústsson og Pétur Rúnar spiluðu flotta vörn á Pavel Ermolinskij sem endaði einungis með 4 stig og 6 tapaða bolta. Hjá KR var Michael Craion bestur með 21 stig og 13 fráköst. Helgir Már Magnússon var að skjóta vel og skoraði 18 stig, hann skaut 5/7 í þriggja stiga sem að er frábær nýting. Gestirnir í KR fundu greinilega fyrir brotthvarfi Ægis Þórs Steinarssonar leikstjórnanda síns í kvöld og tapa fyrsta leiknum sínum án hans. Sigurinn fleytir Stólunum upp 5.sæti deildarinnar með 24 stig en KR tróna ennþá á toppnum með 32 stig.Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR.Vísir/HannaFinnur: Við byrjuðum sterkt en svo fjaraði þetta út hjá okkur „Það er alltaf gaman að koma á Krókinn, við eigum góðar minningar hérna”, sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR eftir leikinn. „Það er góður stuðningur hérna og þetta er skemmtilegt hús að spila í”, sagði Finnur. „Við byrjuðum sterkt en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Varnarlega missum við dampinn og Anthony Gurley kemur flottur inn af bekknum og það er munur að hafa svona kalla á bekknum en þeir voru bara betri”, sagði hann. „Það er erfitt að taka eitthvað jákvætt úr tapleikjum en við eigum tvo leiki eftir fram að úrslitakeppninni og þurfum aðeins að slípa okkur saman en við erum búnir að vera á góðu „rönni“ og vinna einhverja 10 eða 11 leiki í röð þannig að það hlaut að koma að því að við myndum missa einn”, sagði Finnur. Þegar að hann var spurður út í frammistöðu dómaranna sagði hann að ,,þeir finna sína línu sem þeir reyna að halda”. „Við leyfðum þeim að ýta okkur allt of mikið út, Pavel lét það fara í taugarnar á sér að það væri verið að lemja í hendurnar á honum en það verður að vera harðari en þetta”, sagði hann. „Tindastóll voru betri í leiknum og þess vegna töpuðum við”, sagði hann að lokum.José Costa, þjálfari Tindastóls.Vísir/ErnirCosta: Að sigra KR er nóg til þess að verða glaður „Ég er mjög ánægður núna, að sjá húsið svona, margir stuðningsmenn að styðja okkar lið sem að er ánægjulegt að sjá og við erum í þessu saman”, sagði José Costa, þjálfari Tindastóls eftir leikinn. Spurður út í slaka byrjun sinna manna á leiknum sagði hann: „Við erum enn og aftur að gera það saman, ekki byrja leikina nógu vel”. „Við byrjuðum með Gurley í síðasta leik og voru lágvaxnir og byrjuðum ekki vel en núna byrjum við Myron og erum hávaxnir og byrjum ekki vel ég veit ekki hvað er málið en við þurfum að breyta einhverju, hvort það sé í klefanum, ég veit það ekki en við þurfum að fara að byrja leikina betur”, sagði spænski þjálfarinn. Costa sagði að KR væru erfiðir andstæðingar og að það gætu allir í liði þeirra skorað. „Við erum að berjast allan leikinn og það er mikilvægt að vera með karakter þegar að við erum að gera okkur klára fyrir úrslitakeppnina”, sagði hann þegar að hann var spurður út í karakterinn í liði sínu. Þegar að hann var síðan spurður út í jákvæðu hlutina sagði hann að hann hefði séð margar jákvæða hluti og ætti eftir að horfa á leikinn aftur ,,en að sigra KR er nóg til þess að verða glaður og vita það að við unnum besta liðið í landinu”.Helgi Freyr Margeirsson.Vísir/ErnirHelgi Freyr: Þetta er að smella Helgi Freyr Margeirsson, leikmaður Tindastóls var ánægður í leikslok og þegar að hann var spurður út í það hvernig tilfinningin væri sagði hann að hún væri mjög góð. „Að finna stemmninguna í húsinu, það eru allir að vakna núna. Þetta er búið að vera erfiður vetur en ég held að strengirnir eru að verða stilltir”, sagði Helgi. Aðspurður út í það hvort þeir væru að fara að verða klárir fyrir úrslitakeppnina sagði hann að ,,við erum að verða það, við byrjum leikinn hérna ekki vel og staðan var 7-25 og það gengur ekkert upp að byrja leiki svona og við þurfum að byrja fyrr, við getum ekki verið að elta og koma okkur inn í leikina alltaf en við klárlega spiluðum nógu vel til þess að vinna leikinn hérna í dag”. Þegar að Helgi var spurður út í það hvort hann væri ánægður með karakterinn í liði sínu sagði hann að þetta sé rosalega þéttur hópur á Króknum. „Svo erum við með sterkasta baklandið í landinu, ég get svarið fyrir það”, sagði Helgi. „Það eru hvergi betri stuðningsmenn eða bakland á bak við deild eins og hérna. Við finnum þetta og það eru allir að þjappa sér saman núna og ég held að fólk sé að fara að komast í þessa úrslitakeppnisstemningu og við erum að verða tilbúnir”, sagði Helgi. „Dempsey er flottur leikmaður, Anthony hjálpaði okkur mikið í dag”, sagði hann þegar að hann var spurður út í endurkomu Myron Dempsey til liðsins. „Við þurfum alltaf að spila eins og lið og ef að við náum vörninni sem að við náðum hérna í kvöld og að halda KR í 80 stigum, þeir skoruðu reyndar 11 stig á seinustu mínútinni þannig að þetta var ennþá betra en það lítur út hérna í lokin”, sagði Helgi. „Þetta er að smella”, sagði Helgi að lokum og gekk ánægður í burtu.Tweets by @visirkarfa4
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum