Gaf milljarða bónusgreiðslu sína til starfsmanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2016 20:20 Forstjóri LinkedIn mun ekki þiggja árlega bónusgreiðslu sína vegna lélegs gengis fyrirtækisins. Vísir/Getty Jeff Weiner, forstjóri LinkedIn, hefur ákveðið að þiggja ekki árlega bónusgreiðslu sína, um 14 milljónir dollara í hlutabréfum í fyrirtækinu. Þess í stað munu starfsmenn LinkedIn eiga kost á því að eignast hlutabréfin. Í síðasta mánuði féllu hlutabréf LinkedIn mikið í verði eftir að tilkynnt var að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Í kjölfarið kepptust fjárfestar um að losa sig við hlutabréf í fyrirtækinu. Talið er að ákvörðun Weiner um að þiggja ekki bónusgreiðsluna og dreifa henni þess í stað á meðal starfsmanna fyrirtækisins sé liður í því að viðhalda starfsanda meðal fyrirtækisins. Ljóst er að erfitt gæti verið fyrir LinkedIn að halda í starfsmenn sína í samkeppni við önnur tæknifyrirtæki sem ekki eiga við rekstarvanda að stríða. Ákvörðun Weiner er ekki einstök innan tæknigeirans í Bandaríkjunum. Í október á síðasta ári tilkynnti Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, að hann myndi gefa starfsmönnum um þriðjung af hlut sínum í Twitter. Tengdar fréttir Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. 5. febrúar 2016 14:10 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Jeff Weiner, forstjóri LinkedIn, hefur ákveðið að þiggja ekki árlega bónusgreiðslu sína, um 14 milljónir dollara í hlutabréfum í fyrirtækinu. Þess í stað munu starfsmenn LinkedIn eiga kost á því að eignast hlutabréfin. Í síðasta mánuði féllu hlutabréf LinkedIn mikið í verði eftir að tilkynnt var að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. Í kjölfarið kepptust fjárfestar um að losa sig við hlutabréf í fyrirtækinu. Talið er að ákvörðun Weiner um að þiggja ekki bónusgreiðsluna og dreifa henni þess í stað á meðal starfsmanna fyrirtækisins sé liður í því að viðhalda starfsanda meðal fyrirtækisins. Ljóst er að erfitt gæti verið fyrir LinkedIn að halda í starfsmenn sína í samkeppni við önnur tæknifyrirtæki sem ekki eiga við rekstarvanda að stríða. Ákvörðun Weiner er ekki einstök innan tæknigeirans í Bandaríkjunum. Í október á síðasta ári tilkynnti Jack Dorsey, forstjóri og stofnandi Twitter, að hann myndi gefa starfsmönnum um þriðjung af hlut sínum í Twitter.
Tengdar fréttir Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. 5. febrúar 2016 14:10 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hlutabréf LinkedIn í frjálsu falli LinkedIn tilkynnti í gærkvöldi að sala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016 yrði sex prósent lægri en spáð hafði verið um. 5. febrúar 2016 14:10