Gengur illa að tryggja sér raforku Svavar Hávarðsson skrifar 3. mars 2016 07:00 Faxaflóahafnir hafa fagnað verkefninu vegna þess hversu vel það fellur að áherslum uppbyggingar á Grundartanga. mynd/faxaflóahafnir Silicor Materials staðfestir að viðræður við Landsvirkjun um kaup á þeim 20 til 25 megavöttum (MW) sem fyrirtækið vantar til að hefja rekstur fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga ganga illa. Jafnframt áhuga á verkefninu frá nágrannaþjóðum. Ræða Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefndar, á Alþingi á mánudag vakti athygli. Þar gerði Jón vinnu við rammaáætlun að umtalsefni og meinbugi sem hann sér við hana. En í ræðu sinni vék hann að verkefni Silicor á Grundartanga.Davíð Stefánsson„Við höfum mörg rætt mjög spennandi kost í orkutengdri starfsemi sem er verksmiðja Silicor á Grundartanga, mengunarlaus verksmiðja sem notar um 80 megavött, skapar um 450 störf, útflutningsverðmæti eru um 100 milljarðar á ári. Nú berast sögur af því að forsvarsmenn þessa verkefnis séu að fara til Noregs og Danmerkur til þess að ræða um staðsetningu verksmiðjunnar þar vegna þess að raforkusamning er ekki að hafa á Íslandi,“ sagði Jón. Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi, segir að ásetningur fyrirtækisins sé óbreyttur um að byggja upp á Íslandi, fjármögnun verksmiðjunnar sé langt kominn og undirbúningur gangi vel. „Viðræður eru í gangi við Landsvirkjun um þá litlu orku sem upp á vantar til þess að verkefnið verði að veruleika. Framan af gengu þær viðræður vel en viðræðurnar mættu ganga betur núna. Vonir okkar standa enn til þess að ljúka samningum við Landsvirkjun um það sem upp á vantar,“ segir Davíð. Um það hvort fyrirtækið sé að horfa í kringum sig í öðrum löndum, og þá hvar, segir Davíð það rétt að fyrirtækið hafi orðið vart við áhuga frá löndum eins og nágrönnum okkar Norðmönnum og Dönum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum hátækniiðnaði. „Sólarorka er mikilvægur þáttur í framtíðarorkubúskap heimsins og hún mun gegna mikilvægu hlutverki við að hægja á loftslagsbreytingum. Segja má að eftir Parísarfundinn um loftslagsmál hafi áhugi fjárfesta á verkefnum sem þessum aukist. Það breytir þó engu um að okkar ásetningur er að byggja upp á Grundartanga og við höfum fulla trú á að okkur takist að afla raforku fyrir starfsemina.“ Davíð bendir á að Silicor hefur þegar tryggt sér 40 MW með samningi við Orku náttúrunnar (ON) frá því í fyrra. Sá samningur sýni að fyrirtækið er tilbúið að greiða mjög hátt verð fyrir raforkuna, en hann vill ekki gefa upplýsingar um hvort reynt hafi verið að semja við HS Orku um orkukaup eða hvort leitað hafi verið hófanna við ON um orku til viðbótar við það sem þegar hefur samist um. Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs LandsvirkjunarMynd/LandsvirkjunSeinkun Hvammsvirkjunar hjálpar ekki tilLandsvirkjun segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að um nokkurt skeið hafi fyrirtækið bent á að það geti ekki annað allri þeirri eftirspurn sem er eftir rafmagni hérlendis. Nýleg ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats Hvammsvirkjunar muni þrengja enn frekar að möguleikum til raforkusölu á næstu árum, þar sem ákvörðunin frestar gangsetningu virkjunarinnar sem svarar til þess tíma sem umhverfismatið mun taka. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir jafnframt að staðan í raforkuöflun Landsvirkjunar hafi lengi verið ljós. „Landsvirkjun stendur nú í virkjanaframkvæmdum á tveimur stöðum á landinu, við Þeistareyki og undirbúningi við stækkun Búrfellsvirkjunar. Mikilvægt er að önnur orkufyrirtæki komi einnig að frekari orkuöflun fyrir raforkumarkaðinn og hefji eigin virkjanaframkvæmdir.“ Fréttablaðið greindi frá því 23. febrúar að forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, sagði hreint út að fyrirtækið gæti ekki annað heildareftirspurn iðnaðar eftir raforku eins og sakir stæðu. Eftirspurnin væri meiri en hefði áður sést á Íslandi. Spurningum Fréttablaðsins um hverju það sæti að ekki hefur samist við Silicor Materials, sérstaklega í ljósi þess hversu umhverfisvæn framleiðsla verksmiðjunnar er í samhengi við grænar áherslur Landsvirkjunar, og að fyrirtækið sé tilbúið að borga afar vel fyrir raforkuna, var ekki svarað efnislega. „Landsvirkjun getur ekki tjáð sig um viðræður við einstaka aðila, en fyrirtækið á í viðræðum við nokkurn fjölda fyrirtækja í fjölbreyttum iðngreinum til viðbótar við Silicor og kísilmálmverin.“Grænasta stóriðja sem er fáanlegVerksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þarf um 80 MW í fullum afköstum. Verksmiðjan þurfti ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum, að mati Umhverfisstofnunar. Silicor undirritaði nýverið samning við danska verktakafyrirtækið MT HØjgaard um byggingu verksmiðjunnar. Gengið var frá samningum við þýska fyrirtækið SMS Siemag fyrir réttu ári um kaup á vélbúnaði fyrir verksmiðjuna. Fjárfestingin hljóðar upp á 120 milljarða króna. ON hefur samið við Silicor um 40 MW. Viðræður við Landsvirkjun hafa staðið í vel á þriðja ár. Nýir viðskiptavinir Landsvirkjunar sem hefja rekstur 2016 og 2017 eru kísilver United Silicon í Helguvík [35 MW] og PCC á Bakka við Húsavík [58 MW]. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Silicor Materials staðfestir að viðræður við Landsvirkjun um kaup á þeim 20 til 25 megavöttum (MW) sem fyrirtækið vantar til að hefja rekstur fyrirhugaðrar sólarkísilverksmiðju á Grundartanga ganga illa. Jafnframt áhuga á verkefninu frá nágrannaþjóðum. Ræða Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formanns atvinnuveganefndar, á Alþingi á mánudag vakti athygli. Þar gerði Jón vinnu við rammaáætlun að umtalsefni og meinbugi sem hann sér við hana. En í ræðu sinni vék hann að verkefni Silicor á Grundartanga.Davíð Stefánsson„Við höfum mörg rætt mjög spennandi kost í orkutengdri starfsemi sem er verksmiðja Silicor á Grundartanga, mengunarlaus verksmiðja sem notar um 80 megavött, skapar um 450 störf, útflutningsverðmæti eru um 100 milljarðar á ári. Nú berast sögur af því að forsvarsmenn þessa verkefnis séu að fara til Noregs og Danmerkur til þess að ræða um staðsetningu verksmiðjunnar þar vegna þess að raforkusamning er ekki að hafa á Íslandi,“ sagði Jón. Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor Materials á Íslandi, segir að ásetningur fyrirtækisins sé óbreyttur um að byggja upp á Íslandi, fjármögnun verksmiðjunnar sé langt kominn og undirbúningur gangi vel. „Viðræður eru í gangi við Landsvirkjun um þá litlu orku sem upp á vantar til þess að verkefnið verði að veruleika. Framan af gengu þær viðræður vel en viðræðurnar mættu ganga betur núna. Vonir okkar standa enn til þess að ljúka samningum við Landsvirkjun um það sem upp á vantar,“ segir Davíð. Um það hvort fyrirtækið sé að horfa í kringum sig í öðrum löndum, og þá hvar, segir Davíð það rétt að fyrirtækið hafi orðið vart við áhuga frá löndum eins og nágrönnum okkar Norðmönnum og Dönum. Þar sé mikill áhugi á umhverfisvænum hátækniiðnaði. „Sólarorka er mikilvægur þáttur í framtíðarorkubúskap heimsins og hún mun gegna mikilvægu hlutverki við að hægja á loftslagsbreytingum. Segja má að eftir Parísarfundinn um loftslagsmál hafi áhugi fjárfesta á verkefnum sem þessum aukist. Það breytir þó engu um að okkar ásetningur er að byggja upp á Grundartanga og við höfum fulla trú á að okkur takist að afla raforku fyrir starfsemina.“ Davíð bendir á að Silicor hefur þegar tryggt sér 40 MW með samningi við Orku náttúrunnar (ON) frá því í fyrra. Sá samningur sýni að fyrirtækið er tilbúið að greiða mjög hátt verð fyrir raforkuna, en hann vill ekki gefa upplýsingar um hvort reynt hafi verið að semja við HS Orku um orkukaup eða hvort leitað hafi verið hófanna við ON um orku til viðbótar við það sem þegar hefur samist um. Magnús Þór Gylfason yfirmaður samskiptasviðs LandsvirkjunarMynd/LandsvirkjunSeinkun Hvammsvirkjunar hjálpar ekki tilLandsvirkjun segir í skriflegu svari til Fréttablaðsins að um nokkurt skeið hafi fyrirtækið bent á að það geti ekki annað allri þeirri eftirspurn sem er eftir rafmagni hérlendis. Nýleg ákvörðun Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats Hvammsvirkjunar muni þrengja enn frekar að möguleikum til raforkusölu á næstu árum, þar sem ákvörðunin frestar gangsetningu virkjunarinnar sem svarar til þess tíma sem umhverfismatið mun taka. Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, segir jafnframt að staðan í raforkuöflun Landsvirkjunar hafi lengi verið ljós. „Landsvirkjun stendur nú í virkjanaframkvæmdum á tveimur stöðum á landinu, við Þeistareyki og undirbúningi við stækkun Búrfellsvirkjunar. Mikilvægt er að önnur orkufyrirtæki komi einnig að frekari orkuöflun fyrir raforkumarkaðinn og hefji eigin virkjanaframkvæmdir.“ Fréttablaðið greindi frá því 23. febrúar að forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, sagði hreint út að fyrirtækið gæti ekki annað heildareftirspurn iðnaðar eftir raforku eins og sakir stæðu. Eftirspurnin væri meiri en hefði áður sést á Íslandi. Spurningum Fréttablaðsins um hverju það sæti að ekki hefur samist við Silicor Materials, sérstaklega í ljósi þess hversu umhverfisvæn framleiðsla verksmiðjunnar er í samhengi við grænar áherslur Landsvirkjunar, og að fyrirtækið sé tilbúið að borga afar vel fyrir raforkuna, var ekki svarað efnislega. „Landsvirkjun getur ekki tjáð sig um viðræður við einstaka aðila, en fyrirtækið á í viðræðum við nokkurn fjölda fyrirtækja í fjölbreyttum iðngreinum til viðbótar við Silicor og kísilmálmverin.“Grænasta stóriðja sem er fáanlegVerksmiðja Silicor Materials á Grundartanga þarf um 80 MW í fullum afköstum. Verksmiðjan þurfti ekki að gangast undir mat á umhverfisáhrifum, að mati Umhverfisstofnunar. Silicor undirritaði nýverið samning við danska verktakafyrirtækið MT HØjgaard um byggingu verksmiðjunnar. Gengið var frá samningum við þýska fyrirtækið SMS Siemag fyrir réttu ári um kaup á vélbúnaði fyrir verksmiðjuna. Fjárfestingin hljóðar upp á 120 milljarða króna. ON hefur samið við Silicor um 40 MW. Viðræður við Landsvirkjun hafa staðið í vel á þriðja ár. Nýir viðskiptavinir Landsvirkjunar sem hefja rekstur 2016 og 2017 eru kísilver United Silicon í Helguvík [35 MW] og PCC á Bakka við Húsavík [58 MW].
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Egill Þór er látinn Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira