Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2016 21:01 Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson. Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stjórnarandstöðuna komna út í horn í umræðunni um aflandsfélög. En formaður Vinstri grænna vill að ráðherrann svari því hvort heimila eigi aflandsfélögum þar sem eignarhald liggur ekki fyrir að taka þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Heitar umræður voru á Alþingi í dag um aflandsfélög og tengsl ráðamanna og annarra Íslendinga við þau. Formaður Vinstri grænna spurði fjármálaráðherra um afstöðu hans til tilvistar slíkra félaga og hvort ráðherrann vildi að kannað verði hvort aflandsfélög gætu leynst meðal eigenda þeirra sem gætu tekið þátt í gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði engu líkara en þingmönnum liði illa með að hafa samþykkt hins svo kölluðu CFC löggjöf. „Vegna þess að hér í kjölfarið í dag, eftir framkomu þessara skjala, koma menn og segja nei, nei, nei nei, nei, baráttan snýst ekki um það að menn skili sínu, baráttan snýst ekkert um það að afhjúpa leyndina, baráttan snýst ekkert um peningaþvætti og skattsvik. Nei, baráttan snýst um að berjast gegn þessu. - Bíddu, hvers vegna þá að semja CFS löggjöf sem viðurkennir starfsemi á þessum svæðum,“ spurði fjármálaráðherra stjórnarandstöðuna. Ísland hefði á vettvangi OECD gert upplýsingasamninga við aflandsríki. „Hvers vegna að gera samninga við þá sem menn vilja ekki sjá til? Menn eru algerlega komnir út í horn í sinni röksemdafærslu hér. Menn gera ekki samninga við þá sem þeir ætla að afneita,“ sagði Bjarni. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna lét fjármálaráðherra ekki slá sig út af laginu. „Hæstvirtur ráðherra hefur áhyggjur af því að mér sé farið að líða eitthvað illa. Mér líður ekkert illa En ég velti fyrir mér hvort hæstvirtum ráðherra sé farið að líða eitthvað illa með þessa spurningu sem ég kom hérna með í síðustu viku og kem með aftur og fæ ekki svar við. Ég get alveg komið með hana aftur í næstu viku. Það er alveg velkomið,“ sagði Katrín. Ríkisstjórnin leggi áherslu á afnám hafta og hluti þeirra aðgerða sé að semja við eigendur aflandskróna um að borga þá út með gjaldeyri. „Er hugsanleg ef aðilar vilja ekki gefa upp raunverulegt eignarhald að þeim verði ekki sleppt úr haldi? Er það ekki eitthvað sem hæstvirtur ráðherra hefur skoðað eða vill skoða í tengslum við útboð á aflandskrónum,“ spurði Katrín. „Ef við höfum rökstuddan grun um að þar séu þeir þátttakendur sem eru að svíkja undan skatti á Íslandi þá treysti ég þeim stofnunum sem við höfum komið á fót til að ná í skottið á þeim, draga þá hingað heim, ákæra þá eða leggja á þá skatt samkvæmt íslenskum lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakar stjórnina um að bregðast ekki við aflandsmálunum Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir fjármálaráðherra neita að horfast í augu við afleiðingar aflandsmálanna. 28. apríl 2016 13:26