Framtíðin er núna Stjórnarmaðurinn skrifar 30. mars 2016 09:00 Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Fjölmiðlun er í sífelldri mótun eftir því sem tækni og neysluháttum fleygir fram. Í því samhengi er algengt að heyra dómsdagsspár um örlög hefðbundinna fjölmiðlafyrirtækja. Oft halda spámennirnir því fram að fyrirtæki á borð við Netflix eða Spotify séu framtíðin. Þess vegna er áhugavert að rýna í tölur og afkomu þessara nýju afþreyingarrisa, en þegar það er gert er varla hægt að komast að annarri niðurstöðu en að enn sem komið er hafi þeim ekki tekist að ramba á viðskiptamódel sem virkar. Tekjur sænsku tónlistarveitunnar Spotify námu þannig réttum 1,1 milljarði Bandaríkjadala á síðasta ári, þrátt fyrir það skilar félagið enn tapi sem nam réttum 200 milljónum dala árið 2014. Bandaríska þjónustan Pandora, sem er áþekk Spotify, áætlar tekjur sínar á þessu ári um 1,4 milljarða Bandaríkjadala, og að tapið verði sambærilegt og hjá Spotify. Apple niðurgreiðir tap af tónlistarveitu sinni úr sínum djúpu vösum. Sambærilega sögu er að segja af Netflix. Þrátt fyrir tekjur upp á rétta sjö milljarða Bandaríkjadala er EBIDTA hagnaður félagsins einungis 370 milljónir Bandaríkjadala. Það telst ekki mikið úr þessum mikla tekjustofni. Þrátt fyrir þetta er Netflix metið á 43 milljarða dollara, eða tæplega 85-falt EBIDTA næsta árs. Til samanburðar er Sky, stærsta sjónvarpsfyrirtæki Bretlands, metið á tæplega tífalt EBIDTA. Sky er með langa sögu af arðbærum rekstri, bætir stöðugt við sig viðskiptavinum, er með tvöfalt hærri tekjur en Netflix og tífalt EBIDTA. Hvar liggur verðmunurinn? Sennilega í væntingum um framtíðina. Ljóst er að fyrirtæki á borð við Netflix og Spotify þurfa að hækka verð umtalsvert enda vandséð að hægt sé að fjölga notendum endalaust. Þar liggur hundurinn sennilega grafinn, því hvað gera notendurnir ef verðið hækkar upp úr öllu valdi? Hvað sem því líður er ljóst að nýju afþreyingarrisarnir þurfa að réttlæta stjarnfræðilegt verðmatið fyrr eða síðar. Framtíðin er núna.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira