Er sami rassinn undir þeim öllum? Sigursteinn Másson skrifar 10. október 2016 10:00 Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun