Snapchat á leið á markað Sæunn Gísladóttir skrifar 10. október 2016 07:00 Evan Spiegel, stofnandi snjallsímaforritsins Snapchat. Vísir/AP Snap Inc., eigandi samfélagsmiðilsins Snapchat, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í mars á næsta ári, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Talið er að fyrirtækið verði metið á 25 milljarða dollara, 2.860 milljarða íslenskra króna, þegar það verður skráð á markað. Forsvarsmenn Snapchat hafa greint fjárfestum sínum frá því að auglýsingatekjur af miðlinum muni nema 250 til 350 milljónum dollara á þessu ári. EMarketer telur að tekjur fyrirtækisins verði milljarður dollara á næsta ári. Ef það stenst yrði markaðsvirði félagsins 25 sinnum hærra en tekjur þess á ársgrundvelli. Í maí var Snapchat metið á 18 til 22 milljarða dollara. Ef fyrirtækið fer á markað með virðið 25 milljarða dollara, væri um að ræða hæsta markaðsvirði við skráningu tæknifyrirtækis frá því að Alibaba var skráð á markað ári 2014. Evan Spiegel, stofnandi Snapchat, er einungis 26 ára gamall. Árið 2013 hafnaði hann yfirtökutilboði Facebook sem nam 3 milljörðum dollara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Tækni Tengdar fréttir Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52 Snapchat brunar fram úr Twitter Fleiri nota nú Snapchat en Twitter á hverjum degi. 2. júní 2016 16:50 Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc. 24. september 2016 21:12 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Snap Inc., eigandi samfélagsmiðilsins Snapchat, stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í mars á næsta ári, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Talið er að fyrirtækið verði metið á 25 milljarða dollara, 2.860 milljarða íslenskra króna, þegar það verður skráð á markað. Forsvarsmenn Snapchat hafa greint fjárfestum sínum frá því að auglýsingatekjur af miðlinum muni nema 250 til 350 milljónum dollara á þessu ári. EMarketer telur að tekjur fyrirtækisins verði milljarður dollara á næsta ári. Ef það stenst yrði markaðsvirði félagsins 25 sinnum hærra en tekjur þess á ársgrundvelli. Í maí var Snapchat metið á 18 til 22 milljarða dollara. Ef fyrirtækið fer á markað með virðið 25 milljarða dollara, væri um að ræða hæsta markaðsvirði við skráningu tæknifyrirtækis frá því að Alibaba var skráð á markað ári 2014. Evan Spiegel, stofnandi Snapchat, er einungis 26 ára gamall. Árið 2013 hafnaði hann yfirtökutilboði Facebook sem nam 3 milljörðum dollara.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tækni Tengdar fréttir Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52 Snapchat brunar fram úr Twitter Fleiri nota nú Snapchat en Twitter á hverjum degi. 2. júní 2016 16:50 Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc. 24. september 2016 21:12 Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Instagram veður inn á yfirráðasvæði Snapchat Instagram Stories er glæný viðbót frá Instagram sem þykir þó svipa ansi mikið til Snapchat. 2. ágúst 2016 17:52
Snapchat brunar fram úr Twitter Fleiri nota nú Snapchat en Twitter á hverjum degi. 2. júní 2016 16:50
Snapchat hyggur á sölu sólgleraugna Sólgleraugun verða búin myndavél og verða kölluð Spectacles. Þá hefur fyrirtækið breytt um nafn og heitir nú Snap Inc. 24. september 2016 21:12