Vésteinn Valgarðsson oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður mætir í fyrsta þáttinn af Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13:30 í dag.
Þátturinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis en fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér að ofan.
Áhorfendur geta sent inn spurningar til Vésteins í gegnum útsendinguna á Facebook-síðu Vísis og hvetjum við alla til þess að taka þátt.
Uppfært klukkan 14. Útsendingunni er lokið en upptökuna má nálgast í spilaranum hér að ofan.
Bein útsending: Oddviti Alþýðufylkingarinnar í Reykjavík norður í Kosningaspjalli Vísis
Tengdar fréttir
Kosningaspjall Vísis: Lesendur spyrja frambjóðendur í beinni útsendingu
Kosningaspjall Vísis hefst næstkomandi mánudag, 10. október, en í þættinum koma fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í kosningunum þann 29. október og svara spurningum lesenda og áhorfenda Vísis.