Erlent

Ætla ekki að fara fyrr en landið er komið í einkaeign

Samúel Karl Ólason skrifar
Ammon Bundy las upp yfirlýsingu í dag.
Ammon Bundy las upp yfirlýsingu í dag. Vísir/AFP
Ammon Bundy, leiðtogi og talsmaður vopnaðs hóps í Oregon, segir að hópurinn muni ekki yfirgefa opinbert húsnæði dýraathvarfs fyrr en landinu, sem er í eigu hins opinbera, hafi verið deilt til einkaaðila. Um er að ræða tugi þúsunda hektara sem eigendur búgarða sem rækta kýr og naut, skógarhöggsmenn og aðrir aðilar eiga að eignast.

Bundy sagði í dag að sínir menn færu ekki af svæðinu fyrr en þeir sem eiga að fá landið geti varið það sjálfir. Hann sagði þó ekkert um það hvort að umrætt fólk hefði samþykkt að taka við landinu. Þá neitaði hann að svara spurningum blaðamanna eftir að hafa lesið upp stutta yfirlýsingu.

Fyrr í dag sagði fógeti Harney sýslu að Bundy og menn hans ættu að fara, en margir þeirra koma ekki frá Oregon. Samkvæmt Oregonian, eru mennirnir að mestu frá ríkjum eins og NevadaArizona og Texas.

Sjá einnig: Kalla eftir liðsauka til að „koma í veg fyrir blóðsúthellingu“

Hér má sjá hluta af yfirlýsingu Ammon Bundy í dag.

Samkvæmt frétt AP hefur lögreglan ekki gripið til nokkurra aðgerða og vilja frekar fylgjast með framvindu mála úr fjarska, svo lengi sem að mennirnir ógni ekki öðru fólki. Þá hefur rafmagnið ekki verið tekið af athvarfinu þar sem Bundy og menn hans halda til.

Hér má sjá samantekt CNN um Bundy feðgana og átök þeirra við yfirvöld í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×