Innlent

Björg Eva nýr framkvæmdastjóri Vinstri grænna

Atli Ísleifsson skrifar
Björg Eva Erlendsdóttir.
Björg Eva Erlendsdóttir. Mynd/VG
Björg Eva Erlendsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Björg Eva tók við starfinu í ársbyrjun.

Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að stjórnin hafi samþykkt að bjóða henni hálfa stöðu í byrjun. Björg Eva hefur stýrt rekstri og framkvæmd samstarfs flokkahóps Vinstri grænna í Norðurlandaráði og formannasamstarfi sömu flokka undanfarin sex ár. Hún mun sinna því starfi áfram samhliða störfum fyrir Vg til að byrja með.

„Björg Eva á fjölbreyttan feril að baki sem fréttamaður og stjórnandi í tveimur löndum. Lengst af  vann hún hjá Ríkisútvarpinu.  Hún hefur lokið háskólaprófi í íslensku, norsku og blaðamennsku og stefnir að útskrift sem meistari í Norðurlandafræðum frá Háskóla Íslands. Björg Eva hefur verið virk í umhverfisbaráttu og félagslífi. Hún er formaður Norræna félagsins í Reykjavík og hefur setið í stjórn Ríkisútvarpsins síðustu ár.

Daníel Haukur Arnarson, sem stjórnað hefur rekstri skrifstofu VG síðustu tvö árin, mun áfram vinna með Björgu Evu í hlutastarfi, við vefumsjón og fleira, meðfram námi við Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×