Olíuverð hríðfellur vegna afnáms viðskiptaþvingana 18. janúar 2016 20:00 Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína. Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Olíuverð í heiminum hefur ekki verið lægra frá árinu 2003 en verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Heimsmarkaðsverð hefur snarlækkað undanfarið en afnám viðskiptaþvingana gegn Íran er helsta ástæða lækkunarinnar. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna en það hefur ekki gerst í tólf ár. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær en það var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni svokölluðu. Fullgilding kjarnorkusamningsins gerir það að verkum að Íranar geta losað gríðarlega háar fjárhæðir af bankareikningum sem höfðu verið frystir vegna refsiaðgerðanna og geta nú flutt olíu til þeirra vestrænu ríkja sem tóku þátt í viðskiptabanninu. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð á olíu hefur nú skyndilega aukist griðarlega. Er það mat sérfræðinga að olíuverð muni halda áfram að falla á næstu árum, meðal annars vegna þess að eftirspurn hefur minnkað mikið bæði í Evrópu og Kína.
Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira