Olíuverð ekki verið lægra frá árinu 2003 Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. janúar 2016 11:01 Líklegt er að olíuverð muni halda áfram að lækka. vísir/getty Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna. Það er lægsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna frá því árið 2003. Verðið rétti síðar örlítið úr kútnum og stendur nú í rétt rúmum 28 dollurum. Verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær. Aflétting bannsins var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni. Í gær staðfesti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin að Íran hefði uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir afléttingu bannsins. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð eykst um allt að hálfa milljón tunna á dag. Kjósi þeir að selja hluta af olíubirgðum landsins gæti sú tala náð milljón tunnum aukalega sem hefði enn meiri áhrif á olíuverðið. Varabirgðir landsins eru áætlaðar þær fjórðu stærstu í heiminum en sérfræðingar telja að til standi að koma hluta þeirra á markað. Í gegnum tíðina hafa Samtök olíuríkja, OPEC, brugðist við offramboði með því að hægja á framleiðslu en slíkar tillögur hafa verið felldar að undanförnu. Sádi-Arabía hefur mælt einna mest gegn slíkum tillögum. Það er mat sérfræðinga að olíuverð gæti haldið áfram að falla á næstu tveimur árum. Það má rekja til aðstæðna á mörkuðum í Evrópu og Kína en eftirspurn þar hefur minnkað að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Tengdar fréttir Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór í morgun undir 28 dollara á tunnuna. Það er lægsta verð sem fengist hefur fyrir tunnuna frá því árið 2003. Verðið rétti síðar örlítið úr kútnum og stendur nú í rétt rúmum 28 dollurum. Verðið hefur fallið um sjötíu prósent frá því um mitt síðasta ár. Þetta kemur fram í frétt á vef BBC. Dýfuna má rekja til þess að viðskiptabanni Vesturlanda gegn Íran var aflétt í gær. Aflétting bannsins var hluti af samkomulagi Vesturlanda og Íran í kjarnorkudeilunni. Í gær staðfesti Alþjóða kjarnorkumálastofnunin að Íran hefði uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir afléttingu bannsins. Endurkoma Íran á markaðinn þýðir að framboð eykst um allt að hálfa milljón tunna á dag. Kjósi þeir að selja hluta af olíubirgðum landsins gæti sú tala náð milljón tunnum aukalega sem hefði enn meiri áhrif á olíuverðið. Varabirgðir landsins eru áætlaðar þær fjórðu stærstu í heiminum en sérfræðingar telja að til standi að koma hluta þeirra á markað. Í gegnum tíðina hafa Samtök olíuríkja, OPEC, brugðist við offramboði með því að hægja á framleiðslu en slíkar tillögur hafa verið felldar að undanförnu. Sádi-Arabía hefur mælt einna mest gegn slíkum tillögum. Það er mat sérfræðinga að olíuverð gæti haldið áfram að falla á næstu tveimur árum. Það má rekja til aðstæðna á mörkuðum í Evrópu og Kína en eftirspurn þar hefur minnkað að undanförnu og ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.
Tengdar fréttir Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00 Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15 Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Íranar horfa fram á betri tíð Alþjóðlegum refsiaðgerðum gegn Íran hefur að mestu verið aflétt, sem þýðir að efnahagslífið þar gæti tekið kipp á næstunni með bættum hag almennings. Íranar hafa staðið við sinn hluta kjarnorkusamningsins frá síðasta ári. 18. janúar 2016 07:00
Kalt stríð Sáda og Írana í kjölfar aftöku Hópur mótmælenda kveikti í sendiráði Sádi-Arabíu í Teheran á laugardag vegna aftöku á sjía-klerkinum Sheikh Nimr al-Nimr. Erkiklerkur Írans og æðsti embættismaður segir guðlega refsingu bíða Sáda. Sádi-Arabar hafa slitið stjórnmálatangsl við Íran. 4. janúar 2016 07:00
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23
Viðskiptaþvingunum á Íran aflétt í dag Fyrirtæki og bankar í Íran munu á nýjan leik geta stundað viðskipti við umheiminn. 16. janúar 2016 17:15
Hráolía hríðfellur í verði Verð náði 12 ára lágmarki í dag eftir að olían lækkaði um allt að sjö prósent. 11. janúar 2016 20:53