„Orð geta hvorki lýst sorg okkar né ást okkar og virðingu fyrir öllu því sem hann gaf okkur, fjölskyldu sinni, tónlistinni og milljónum aðdáenda um heim allan,“ segir í tilkynningu frá Eagles.
Eagles var ein vinsælasta hljómsveit heims á áttunda áratugnum. Þeir eru hvað þekktastir fyrir lagið Hotel California, sem Frey samdi að hluta til. Hann samdi nokkur af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar.