Bíó og sjónvarp

Norræni kvikmyndasjóðurinn styrkir Eiðinn og Ölmu

Bjarki Ármannsson skrifar
Tökur standa nú yfir á Eiðnum í leikstjórn Baltasars Kormáks.
Tökur standa nú yfir á Eiðnum í leikstjórn Baltasars Kormáks. Vísir/Anton Brink
Tvær væntanlegar íslenskar kvikmyndir, Eiðurinn í leikstjórn Baltasars Kormáks og Alma í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur, fá styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Eiðurinn fær 26,5 milljónir króna í styrk og Alma rúmar 14,7 milljónir.

Frá þessu er greint á kvikmynda- og sjónvarpsvefnum Klapptré. Tökur standa nú yfir á Eiðnum, sem fjallar um lækni sem grípur til örþrifaráða þegar dóttir hans hefur samband við kunnan eiturlyfjasala. Stefnt er að frumsýningu myndarinnar í haust.

Alma fjallar um unga konu sem lokuð er inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir atburðinum. Tökur fara að hefjast á myndinni og er frumsýning áætluð fyrri hluta næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.