Gunnhildur: Finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/S2/Böddi Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Grindavík | Síðasti séns fyrir deildarmeistarana Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti