Þjálfari, þú verður bara að mæta á fleiri leiki með bindi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 10:00 Brad Stevens. Vísir/Getty Það er hægt að finna tölfræði um nánast hvað sem er í Bandaríkjunum og Chris Forsberg hjá ESPN er nú farinn að tengja frammistöðu liða við klæðaburð þjálfara. Samkvæmt útreikningi Forsberg þá gengur Boston Celtics liðinu nefnilega miklu betur þegar þjálfarinn Brad Stevens mætir meira formlega klæddur í leikina. Boston Celtics hefur nefnilega unnið 6 af 7 leikjum sínum þegar Brad Stevens er með bindi en aðeins 2 af 7 leikjum þegar hann sleppir bindinu. Það er þó ekki bara bindið sem hefur bara áhrif því leikmennirnir héldu fund án þjálfarans fyrr í þessum mánuði eftir tvo vandræðaleg töp í röð. Leikmennirnir tóku sig sérstaklega á í varnarleiknum og það á mikinn þátt í því að liðið hefur unnið 4 af síðustu 6 leikjum sínum og er með þriðju bestu vörnina samkvæmt tölfræðinni á þeim tíma. Brad Stevens er nýorðinn fertugur en samt á sínu fjórða tímabili með Boston Celtics. Hann tók við liðinu árið 2013 eftir að hafa gert garðinn frægan sem þjálfari Butler í bandaríska háskólaboltanum. Boston Celtics hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Brad Stevens. Liðið vann 30 prósent leikjanna 2013-14, 49 prósent leikjanna 2014-15, 59 prósent leikjanna 2015-16 og hefur unnið 57 prósent leikjanna í vetur. Boston er líklegt til að hækka sigurhlutfallið enn frekar en liðið hefur unnið 5 af síðustu 7 leikjum sínum eftir „aðeins“ náð að landa þremur sigrum í fyrstu sjö leikjum sínum. Chris Forsberg hefur líka ráðlagt Kelly Olynyk, hinum hármikla leikmanni Boston Celtics, að sleppa þunna hárbandinu og nota frekar karlatagl. Ástæðan er tölfræðin sem má sjá hér fyrir neðan.Important: Celtics win/loss record based on if Brad Stevens is wearing a tie:TIE: 6-1NO TIE: 2-5??????— Chris Forsberg (@ESPNForsberg) November 22, 2016 Also important: Kelly Olynyk needs to go back to the manbun. His 2016-17 splits through 8 games: pic.twitter.com/bXBJAlGPRT— Chris Forsberg (@ESPNForsberg) November 22, 2016 NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Það er hægt að finna tölfræði um nánast hvað sem er í Bandaríkjunum og Chris Forsberg hjá ESPN er nú farinn að tengja frammistöðu liða við klæðaburð þjálfara. Samkvæmt útreikningi Forsberg þá gengur Boston Celtics liðinu nefnilega miklu betur þegar þjálfarinn Brad Stevens mætir meira formlega klæddur í leikina. Boston Celtics hefur nefnilega unnið 6 af 7 leikjum sínum þegar Brad Stevens er með bindi en aðeins 2 af 7 leikjum þegar hann sleppir bindinu. Það er þó ekki bara bindið sem hefur bara áhrif því leikmennirnir héldu fund án þjálfarans fyrr í þessum mánuði eftir tvo vandræðaleg töp í röð. Leikmennirnir tóku sig sérstaklega á í varnarleiknum og það á mikinn þátt í því að liðið hefur unnið 4 af síðustu 6 leikjum sínum og er með þriðju bestu vörnina samkvæmt tölfræðinni á þeim tíma. Brad Stevens er nýorðinn fertugur en samt á sínu fjórða tímabili með Boston Celtics. Hann tók við liðinu árið 2013 eftir að hafa gert garðinn frægan sem þjálfari Butler í bandaríska háskólaboltanum. Boston Celtics hefur bætt sig á hverju ári undir stjórn Brad Stevens. Liðið vann 30 prósent leikjanna 2013-14, 49 prósent leikjanna 2014-15, 59 prósent leikjanna 2015-16 og hefur unnið 57 prósent leikjanna í vetur. Boston er líklegt til að hækka sigurhlutfallið enn frekar en liðið hefur unnið 5 af síðustu 7 leikjum sínum eftir „aðeins“ náð að landa þremur sigrum í fyrstu sjö leikjum sínum. Chris Forsberg hefur líka ráðlagt Kelly Olynyk, hinum hármikla leikmanni Boston Celtics, að sleppa þunna hárbandinu og nota frekar karlatagl. Ástæðan er tölfræðin sem má sjá hér fyrir neðan.Important: Celtics win/loss record based on if Brad Stevens is wearing a tie:TIE: 6-1NO TIE: 2-5??????— Chris Forsberg (@ESPNForsberg) November 22, 2016 Also important: Kelly Olynyk needs to go back to the manbun. His 2016-17 splits through 8 games: pic.twitter.com/bXBJAlGPRT— Chris Forsberg (@ESPNForsberg) November 22, 2016
NBA Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira