KÚ segist dauðadæmt eftir MS-úrskurðinn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Ólafur M. Magnússon í KÚ segir MS uppvíst að því að villa um fyrir samkeppnisyfirvöldum. vísir/stefán „Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi M. Magnússyni, eiganda mjólkurfyrirtækisins KÚ – mjólkurbús. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja 440 milljóna króna sekt á MS fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja hráefni til mjólkurframleiðslu á óeðlilega háu verði til félaga utan MS-samstæðunnar. Hins vegar var staðfest 40 milljóna króna sekt fyrir að halda gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS „fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. Sú niðurstaða sé í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu „Osta- og smjörsölumáli“ frá 2006. „Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði,“ segir í yfirlýsingunni frá Ólafi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði aðspurður í Fréttablaðinu í gær að verið væri að meta hvort úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði borinn undir dómstóla. Ólafur í KÚ skorar á Samkeppniseftirlitið að gera það og vísar í að formaður áfrýjunarnefndarinnar komst að annarri niðurstöðu en hinir tveir nefndarmennirnir og vildi að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins stæði óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Niðurstaða meirihluta áfrýjunarnefndar skilur keppinauta MS eftir algjörlega varnarlausa gagnvart ofríki og ósvífinni framgöngu MS,“ segir í yfirlýsingu frá Ólafi M. Magnússyni, eiganda mjólkurfyrirtækisins KÚ – mjólkurbús. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hefur áfrýjunarnefnd samkeppnismála ógilt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að leggja 440 milljóna króna sekt á MS fyrir að hafa misnotað markaðsráðandi stöðu með því að selja hráefni til mjólkurframleiðslu á óeðlilega háu verði til félaga utan MS-samstæðunnar. Hins vegar var staðfest 40 milljóna króna sekt fyrir að halda gögnum frá Samkeppniseftirlitinu. Ólafur segir áfrýjunarnefndina víkja algjörlega til hliðar verndaráhrifum samkeppnislaga og hafa selt MS „fullt sjálfdæmi um framgöngu gagnvart keppinautum“. Sú niðurstaða sé í fullri andstöðu við niðurstöðu Hæstaréttar í svokölluðu „Osta- og smjörsölumáli“ frá 2006. „Þessi niðurstaða er því dauðadómur yfir keppinautum Mjólkursamsölunnar á þessum markaði og allri samkeppni á mjólkurvörumarkaði til framtíðar. Því er þessi niðurstaða grafalvarleg og kallar á að Alþingi afnemi þegar í stað allar undanþágur MS frá samkeppnislögum svo keppinautum MS verði tryggt skjól gagnvart ofríki MS á þessum markaði,“ segir í yfirlýsingunni frá Ólafi. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, sagði aðspurður í Fréttablaðinu í gær að verið væri að meta hvort úrskurður áfrýjunarnefndarinnar yrði borinn undir dómstóla. Ólafur í KÚ skorar á Samkeppniseftirlitið að gera það og vísar í að formaður áfrýjunarnefndarinnar komst að annarri niðurstöðu en hinir tveir nefndarmennirnir og vildi að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins stæði óbreytt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45 Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00 Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Samkeppniseftirlitið íhugar að vísa MS-málinu til dómstóla Forstjóri Samkeppniseftirlitsins útilokar ekki að niðurstöðu áfrýjunarnefndar samkeppnismála um meint markaðsbrot Mjólkursamsölunnar verði vísað til dómstóla. Nefndin telur í nýlegum úrskurði að MS hafi ekki brotið gegn samkeppnislögum í málinu. Framkvæmdastjóri Mjólkurbúsins KÚ segir að niðurstaðan sé dauðadómur yfir frjálsri samkeppni á þessum markaði. 22. nóvember 2016 18:45
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins telur MS-úrskurð víkja réttarvernd til hliðar Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur fellt úr gildi þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja 440 milljóna króna sekt á MS vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hins vegar stendur 40 milljóna króna sekt fyrir að leyna gögnum. 22. nóvember 2016 06:00
Sekt MS lækkuð um 440 milljónir Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur fellt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins sem taldi MS hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína með því að selja keppinautum sínum grundvallarhráefni til framleiðslu á mjólkurvörum á óeðlilega háu verði. 21. nóvember 2016 19:27