Fundi formanna Vinstri grænna, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata sem hefjast átti klukkan 16 hefur verið frestað til klukkan 17.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði í samtali við Heimi Má Pétursson, fréttamann Stöðvar 2, í þinghúsinu rétt í þessu að fundinum hefði verið frestað vegna ólokinnar vinnu.
Heimildir fréttastofu herma að hún og Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hafi fundað undir fjögur augu nú síðdegis. Ekki liggur fyrir klukkan hvað þau áttu sinn fund, hvað hann var langur eða hvað þau ræddu.
