Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Landeigendur innheimtu gjald af landinu á vormánuðum ársins 2014 en það var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. vísir/pjetur Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Sjá meira
„Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07
Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48
Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent